Áhorfendur á Etihad eru að fá allt fyrir peninginn í dag en alls eru komin fjögur mörk á rúmum hálftíma í leik Manchester City og Crystal Palace.
Man City, sem hefur spilað langt undir getu á tímabilinu, lentu tveimur mörkum undir.
Eberechi Eze skoraði fyrir Palace á 8. mínútu eftir glæsilega sendingu Ismaila Sarr af hægri vængnum og þrettán mínútum síðar gerði Chris Richards annað markið með skalla eftir hornspyrnu.
Sjáðu markið hjá Eze
Sjáðu markið hjá Richards
Heimamenn komnir í slæm mál á þeim tímapunkti en þeir komu til baka á aðeins þremur mínútum.
Kevin de Bruyne skoraði úr aukaspyrnu, í stöng og inn, áður en Omar Marmoush jafnaði með skoti af stuttu færi.
Mikið fjör á Etihad og enn nóg eftir, en öll mörkin fylgja með fréttinni.
Sjáðu markið hjá De Bruyne
Sjáðu markið hjá Marmoush
Athugasemdir