Sparta Rotterdam hefur verið á ótrúlegu skriði að undanförnu en liðið hefur ekki tapað í sex leikjum í röð í efstu deild í Hollandi.
Liðið var í fallsæti fyrir um mánuði síðan en eftir þrjá sigurleiki í röð er liðið komið upp í 8. sæti sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeildinni.
Liðið var í fallsæti fyrir um mánuði síðan en eftir þrjá sigurleiki í röð er liðið komið upp í 8. sæti sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeildinni.
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliðinu þegar liðið fékk Heerenveen í heimsókn. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins og eina markið í fyrri hálfleik. Sparta komst í 2-0 áður en Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á 82. mínútu.
Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði hann þriðja mark liðsins. Heerenveen tókst að skora í uppbótatíma en nær komust þeir ekki. Sparta er í 8. sæti með 34 stig eftir 29 umferðir, jafn mörg stig og Heerenveen sem er í sætinu fyrir neðan.
Athugasemdir