Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 18:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þetta er De Bruyne sem við þekkjum"
Mynd: EPA
Kevin de Bruyne átti frábæran leik í magnaðri endurkomu Man City gegn Crystal Palace í dag.

Palace komst í 2-0 en De Bruyne minnkaði muninn, hann lagði síðan þriðja mark liðsins á Mateo Kovacic en City vann að lokum 5-2.

De Bruyne hefur ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

„Þetta er De Bruyne sem við við höfum þekkt í mörg ár. Ég veit að hann hefur verið í vandræðum í eitt og hálft ár, hann er sársaukalaus og allt annar. Ungu drengirnir og bakverðirnir hjálpuðu honum mikið með frábærum hlaupum," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner