Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. maí 2021 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Juventus - Milan skoraði sjö
Ronaldo skoraði fyrir Juve.
Ronaldo skoraði fyrir Juve.
Mynd: Getty Images
Rebic gerði þrennu fyrir Milan.
Rebic gerði þrennu fyrir Milan.
Mynd: EPA
Andri Fannar kom ekki við sögu.
Andri Fannar kom ekki við sögu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nóg um að vera í ítölsku úrvalsdeildinni í dag en það fóru átta leikir fram í deildnni.

AC Milan lék á als oddi á útivelli gegn Torino og skoraði sjö mörk. Ante Rebic gerði þrjú síðustu mörk leiksins og bakvörðurinn Theo Hernandez var með tvennu.

Milan er í þriðja sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Atalanta sem er í öðru sæti. Atalanta fór með sigur af hólmi gegn Benevento. Inter, sem er búið að tryggja sér titilinn, vann 3-1 sigur á Roma í kvöld.

Juventus vann mikilvægan sigur á Sassuolo, 1-3, þar sem Cristiano Ronaldo var á meðal markaskorara. Juventus þurfti að vinna þennan leik en liðið er einu stigi frá Meistaradeildarsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Í fjórða sæti er Napoli.

Andri Fannar Baldursson kom ekki við sögu hjá Bologna í 0-2 tapi gegn Genoa. Íslendingurinn efnilegi sat allan tímann á bekknum en Bologna er um miðja deild.

Crotone og Parma eru fallin en útlit er fyrir að Benevento fari niður með þeim. Benevento er fjórum stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Úrslit og markaskorara dagsins má sjá hér að neðan og þar fyrir neðan er stöðutaflan.

Atalanta 2 - 0 Benevento
1-0 Luis Muriel ('22 )
2-0 Mario Pasalic ('67 )
Rautt spjald: Luca Caldirola, Benevento ('82)

Cagliari 0 - 0 Fiorentina

Bologna 0 - 2 Genoa
0-1 Davide Zappacosta ('13 )
0-2 Gianluca Scamacca ('61 , víti)

Sassuolo 1 - 3 Juventus
0-0 Domenico Berardi ('16 , Misnotað víti)
0-1 Adrien Rabiot ('28 )
0-2 Cristiano Ronaldo ('45 )
1-2 Giacomo Raspadori ('59 )
1-3 Paulo Dybala ('66 )

Torino 0 - 7 Milan
0-1 Theo Hernandez ('19 )
0-2 Franck Kessie ('26 , víti)
0-3 Brahim Diaz ('50 )
0-4 Theo Hernandez ('62 )
0-5 Ante Rebic ('67 )
0-6 Ante Rebic ('72 )
0-7 Ante Rebic ('79 )

Lazio 1 - 0 Parma
1-0 Ciro Immobile ('90 )

Inter 3 - 1 Roma
1-0 Marcelo Brozovic ('11 )
2-0 Matias Vecino ('20 )
2-1 Henrikh Mkhitaryan ('31 )
3-1 Romelu Lukaku ('90 )

Sampdoria 2 - 2 Spezia
0-1 Tommaso Pobega ('15 )
1-1 Valerio Verre ('32 )
1-2 Tommaso Pobega ('73 )
2-2 Keita Balde ('80 )
Athugasemdir
banner
banner
banner