Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 12. maí 2021 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: KA rúllaði yfir Leikni á Dalvík
Hallgrímur Mar Steingrímsson eða Jack Grealish?
Hallgrímur Mar Steingrímsson eða Jack Grealish?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er á toppi Pepsi Max-deildarinnar.
KA er á toppi Pepsi Max-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 3 - 0 Leiknir R.
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('15 , víti)
2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('56 , víti)
3-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('70 )
Rautt spjald: Octavio Andrés Paez Gil, Leiknir R. ('84)
Lestu nánar um leikinn

KA er taplaust eftir þrjá leiki í Pepsi Max-deildinni og er á toppi deildarinnar með sjö stig eftir sigur gegn nýliðum Leiknis úr Breiðholti. Leiknismenn voru að tapa sínum fyrsta leik eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Stjörnunni og Breiðablik.

Það var leikið við frábærar aðstæður á Dalvík þar sem Akureyrarvöllur er ekki í góðu ásigkomulagi. Á Dalvík er frábært gervigras sem KA fékk að nýta í dag.

KA tók forystuna eftir rúman stundarfjórðung. Þeir fengu vítaspyrnu þegar brotið var á Steinþóri Frey Þorsteinssyni. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr spyrnunni.

Hallgrímur Mar gladdi Fantasy-spilara enn frekar þegar hann skoraði öðru sinni í byrjun seinni hálfleiks. Aftur kom markið úr vítaspyrnu eftir klaufagang í vörn Leiknis. Gestirnir höfðu byrjað seinni hálfleikinn vel áður en annað mark KA kom.

Ertu með Hallgrím Mar í þínu liði í Draumaliðsdeildinni? Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita.

Sólon Breki Leifsson fékk gott færi til að minnka muninn en Stubbur í marki KA varði vel frá honum. Svo skoraði Ásgeir Sigurgeirsson þriðja markið á 70. mínútu og gerði algjörlega út um leikinn.

Áður en flautað var af fékk Octavio Paez, sem er frá Venesúela, að líta beint rautt spjald. „Þessi var rosaleg. Hann fór í tveggja fóta á Kára Gautason, of seinn og illa ígrundað," skrifaði Sæbjörn Steinke í beinni textalýsingu frá Dalvík. Octavio kom inn á sem varamaður fyrir Leikni á 71. mínútu og var rekinn af velli 13 mínútum síðar.

KA er sem fyrr segir á toppnum með sjö stig. Leiknir er í níunda sæti með eitt stig. Núna var að hefjast leikur Fylkis og KR, og er staðan strax orðin 1-1. Hægt er að fara í beina textalýsingu frá þeim leik hérna.
Athugasemdir
banner
banner