Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. maí 2022 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afturelding fær Auði frá Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding heldur áfram að styrkja sig fyrir Bestu deildina í sumar. Í gær fékk liðið þrjá leikmenn; spænskan miðjumann, Alexöndru Soree frá Breiðabliki og Sólveigu Larsen frá Val.

Nú í dag fékk markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving leikheimild með liðinu en hún kemur á láni frá Íslandsmeisturum Vals.

Auður er nítján ára gömul og hefur síðustu tvö sumur verið á láni hjá ÍBV.

Hún á að baki 21 leik fyrir yngri landsliðin og var valin í A-landsliðið í fyrra.

Að undanförnu hefur hún glímt við meiðsli en var komin á bekkinn hjá Val í síðasta leik sem eru jákvæð tíðindi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner