Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. maí 2022 12:56
Elvar Geir Magnússon
KV leikur sinn fyrsta leik á endurbættum heimavelli - Auto Park
Lengjudeildin
Mynd: KV
Eftir gott gengi undanfarin ár er komið að fyrsta heimaleik KV í Lengjudeildinni á nýjum og endurbættum heimavelli sem hefur fengið nafnið Auto Park.

Skemmtistaðurinn Auto hefur styrkt KV með því að kaupa nafnið á gervigrasvellinum á KR-svæðinu en KV tekur á móti HK í kvöld. Búið er að setja upp bráðabirgðastúku við völlinn.

„Með samstarfi KV og Auto mætast tveir ólíkir heimar sem vinna að því sameiginlega markmiði að veita skemmtun í hæsta gæðaflokki. Við hlökkum til að sjá ykkur á vellinum í sumar en ekki síður á klúbbnum," segir í tilkynningu KV.

KV tapaði gegn Fylki í fyrstu umferð en vonast eftir góðum úrslitum í sínum fyrsta heimaleik í kvöld.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner