Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 12. maí 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Schreuder tekur við af Ten Hag hjá Ajax (Staðfest)
Hollenska stórliðið Ajax hefur staðfest það að Alfred Schreuder taki við liðinu þegar Erik ten Hag lætur af störfum í sumar. Ten Hag er að taka við Manchester United.

Schreuder var aðstoðarmaður Ten Hag 2018-2019 en tók síðan við Club Brugge í Belgíu.

„Við vitum að Alfred er taktískt mjög sterkur þjálfari með góðar þjálfunaraðferðir. Síðustu ár hefur hann öðlast mikla reynslu og við höfum mikla trú á því að hann haldi Ajax áfram á þeirri góðu braut sem liðið hefur verið á," segir Edwin van der Sar, framkvæmdastjóri Ajax.

Schreuder skrifaði undir samning við Ajax til sumarsins 2024.
Athugasemdir
banner