Hollenska stórliðið Ajax hefur staðfest það að Alfred Schreuder taki við liðinu þegar Erik ten Hag lætur af störfum í sumar. Ten Hag er að taka við Manchester United.
Schreuder var aðstoðarmaður Ten Hag 2018-2019 en tók síðan við Club Brugge í Belgíu.
                
                                    Schreuder var aðstoðarmaður Ten Hag 2018-2019 en tók síðan við Club Brugge í Belgíu.
„Við vitum að Alfred er taktískt mjög sterkur þjálfari með góðar þjálfunaraðferðir. Síðustu ár hefur hann öðlast mikla reynslu og við höfum mikla trú á því að hann haldi Ajax áfram á þeirri góðu braut sem liðið hefur verið á," segir Edwin van der Sar, framkvæmdastjóri Ajax.
Schreuder skrifaði undir samning við Ajax til sumarsins 2024.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                