Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 17:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heyrði í ÞÞÞ og sagði frá hans hlið af samskiptunum við Nacho
Lengjudeildin
Þórður Þorsteinn.
Þórður Þorsteinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho Heras.
Nacho Heras.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho Heras, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta rauða spjaldið þegar Keflavík tók á móti Þrótti Reykjavík í 2. umferð Lengjudeildarinnar á föstudag. Nacho fékk að líta rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk eftir að Keflavík vildi fá vítaspyrnu í leiknum.

Þórður Þorsteinn Þórðarson, dómari leiksins, gaf Nacho fyrst gult spjald og svo annað gult spjald og Nacho þurfti því að fara í snemmbúna sturtu. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður Keflavíkur, fór á ritvöllinn og tjáði sig um atburðarásina. Þetta var svo allt til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag sem hægt er að hlusta á í spilaranum alveg neðst.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þróttur R.

„Það var enginn ósáttari en Nacho sem tuðaði í Þórði Þorsteini, Þórður gaf honum gula spjaldið, Nacho sagði eitthvað við hann til viðbótar sem deilt er um, það er orð gegn orði hvað hann sagði nákvæmlega, en Þórður var allavega fljótur að lyfta upp rauða spjaldinu og Nacho sendur í sturtu. Keflvíkingar voru því allan seinni hálfleikinn manni færri," sagði Elvar Geir í þættnum. Baldvin tók svo til máls.

„Eftir að ég sjá fréttina á .net þar sem Sindri Kristinn var að tjá sig, þá hringdi ég í vin minn Þórð. Ég spurði hann út í leikinn í gær. Hann viðurkenndi það að í augnablikinu fannst hann Keflvíkingurinn hlaupa utan í Þróttarann, en eftir að hafa séð þetta á myndbandi þá skildi hann Keflvíkinga að vilja fá víti, og viðurkennir að þetta hafi verið vítaspyrna, opinbera það með hans samþykki."

„Það sem gerist í kjölfarið er að Nacho Heras æðir í Þórð alveg brjálaður yfir því að fá ekki víti, Þórður leyfir honum að pústa fyrst, biður hann að stoppa, en Nacho heldur áfram að drulla yfir Þórð á ensku, spænsku og öllum tungumálum þannig Þórður gefur honum gult spjald. Á meðan Þórður er að gefa honum gula spjaldið þá heldur Nacho áfram. Þórður segir þá við hann: „Shut your mouth if you want to keep on playing." Nacho heldur áfram og hreytir svo einhverju í hann á spænsku sem Þórður skilur ekki, Nacho er ekki að segja neitt fallegt. Þórður getur því að mínu mati í rauninni ekkert annað gert en að rífa upp seinna gula og gefa honum rautt spjald ef þetta er nákvæm atburðarás - ég trúi því að hann sé ekki að ljúga að mér. Þetta er þá bara fullkomlega eðlilegt rautt spjald,"
sagði Baldvin.

„Nacho var ekki sáttur, setti í 'story' á Facebook orðið 'lygari' í hvítum stöfum á svartan bakgrunn," sagði Elvar.

„Við erum búnir að sjá myndbandið og það er Þróttari við atvikið sem eiginlega missir sig og baðar út höndum þegar Nacho segir sín lokaorð strax eftir gula spjaldið. Eitthvað hefur Nacho sagt annað en 'alltaf víti' eins og Sindri Kristinn heldur fram. Ég hugsa að Keflvíkingar geti litið sér nær og kannski reynt að spila leikinn 11 á móti 11 frekar en að missa hausinn af því þeir fengu ekki eitt víti og eyðileggja leikinn fyrir sér með því," sagði Baldvin.

„Ég veit ekkert hvað Nacho, sá prýðispiltur sagði, hvort hann missti hausinn eða hvað það er, en mín reynsla af ÞÞÞ, séð hann dæma ansi marga leiki, er sú að hann er leikmaður sem leyfir mönnum að pústa. Hann svarar oft á mönnum, en menn fá alla jafna að pönkast í honum," sagði Elvar.

„Hann er ekki lítill í sér þegar kemur að kjaftbrúk, að menn sýni tilfinningar og æsi sig. Hann er alls ekki þar. Það að Nacho fái rautt spjald þarna segir mér að hann hafi sagt eitthvað mikið og miðað við mín samskipti við Þórð þá var það þannig," sagði Baldvin.
Útvarpsþátturinn - Rautt í Keflavík og KR dúett úr Grafarvogi
Athugasemdir
banner