Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal að ganga frá kaupum á Raya
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Arsenal er að ganga frá kaupum á spænska markverðinum David Raya, sem gerði flotta hluti hjá félaginu á láni frá Brentford á nýliðnu tímabili.

Arsenal fékk Raya til sín í fyrra frá Brentford á eins árs lánssamningi með kaupmöguleika.

Arsenal borgaði 3 milljónir punda fyrir lánið og greiðir 27 milljónir til viðbótar til að ganga frá kaupum á markverðinum. Þessar fregnir verða staðfestar á næstu dögum.

Raya er 28 ára gamall og var ekki lengi að taka byrjunarliðssætið á milli stanga Arsenal af Aaron Ramsdale.

Raya hefur staðið sig frábærlega hjá sínu nýja félagi og er sérstaklega mikilvægur vegna hæfileika sinna með boltann við fæturnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner