
„Það er gríðarlegur léttir. Ég hugsa ekki um þessi meiðsli lengur," sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR og íslenska kvennalandsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net í gær.
Í ljós kom í janúar að Hólmfríður væri ristarbrotin og hún var tæp á því að ná inn í EM-hópinn, en það tókst hjá henni.
Í ljós kom í janúar að Hólmfríður væri ristarbrotin og hún var tæp á því að ná inn í EM-hópinn, en það tókst hjá henni.
„Ég hugsaði bara um einn dag í einu, ég hugsaði vel um mig og lagði hart að mér á hverjum einasta degi. Ég var að æfa ein, ég er þrjósk og viljinn fleytir manni langt."
„Ég vissi að ég myndi ná þessu ef ég myndi halda haus alla leið."
Hólmfríður hefur lengi verið í landsliðinu, en er áhuginn fyrir mótinu núna meiri en áður?
„Áhuginn er frábær," sagði hún. „Þegar maður er að labba út á götu eða er út í búð, þá segja allir ´gangi þér vel´, maður finnur fyrir stuðningnum. Við erum búnar að vinna fyrir þessu, þetta er þriðja stórmótið fyrir okkar og loksins fáum við svona athygli."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir