Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Viðræður við Saka og Saliba ganga vel
Mynd: EPA
Mynd: Arsenal
Mikel Arteta þjálfari Arsenal svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir sigurleikinn gegn Nottingham Forest í gær.

Hann ræddi meðal annars um samningaviðræður tveggja lykilmanna sem eru að ganga vel. Bukayo Saka og William Saliba eiga báðir tvö ár eftir af samningi sem stendur.

„Félagið er í mjög jákvæðum samskiptum við umboðsmennina. Leikmennirnir vilja vera partur af því sem er að gerast hérna sem er mjög jákvætt. Þeir vilja vera partur af sögu félagsins og sjá hversu langt við getum komist saman sem leikmannahópur," sagði Arteta.

Eftir 3-0 sigur gegn Forest var Arteta svo spurður út í kantmanninn Noni Madueke. Arsenal keypti hann úr röðum Chelsea til að veita Saka aukna samkeppni úti á hægri kanti og hefur hann staðið sig vel á upphafi tímabils.

„Madueke kemur inn í liðið með mikið hugrekki, hann var rosalega spenntur fyrir að koma til okkar þegar ég ræddi við hann. Ég var strax hrifinn af hugarfarinu hans.

„Ég var sannfærður um að fá þennan leikmann þegar ég talaði við hann og ég er ennþá sannfærðari núna eftir fyrstu vikurnar með honum."


   13.09.2025 08:00
Saliba byrjaður að æfa - Saka enn fjarverandi

Athugasemdir
banner