Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ósáttur Renan Lodi er farinn frá Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski vinstri bakvörðurinn Renan Lodi var frystur úr leikmannahópi Al-Hilal vegna skráningarreglna sádi-arabísku deildarinnar.

Það eru takmörk fyrir erlendum leikmönnum sem mega vera skráðir í leikmannahópinn og kaus Al-Hilal að skilja Renan Lodi eftir utan hóps fyrir deildarkeppnina.

Lodi var lykilmaður í liði Al-Hilal og byrjaði alla leiki liðsins á HM félagsliða í sumar og stóð sig vel. Hann er 27 ára gamall og hefur ákveðið að binda enda á samninginn sinn við arabíska félagið.

Al-Hilal gaf honum engin svör svo Lodi ákvað að binda einhliða enda á samninginn sinn og hefur yfirgefið landið.

„Undanfarnar vikur hef ég reynt að komast að vinalegu samkomulagi við Al-Hilal en ég fékk engin svör," segir Renan Lodi. „Lögmaðurinn minn sagði mér að það væri samningsbrot að meina mér að spila fótbolta."

Renan Lodi lék meðal annars fyrir Atlético Madrid, Nottingham Forest og Marseille áður en hann skipti til Sádi-Arabíu í janúar 2024.

Al-Hilal keypti Theo Hernández úr röðum AC Milan í sumar og mun hann leysa bakvarðarstöðuna af hólmi í stað Renan Lodi. Al-Hilal keypti einnig Darwin Núnez og Yusuf Akcicek í sumar.



Athugasemdir
banner