Brynjar Björn var ekki kátur eftir 2-0 tap gegn Víkingum fyrr í kvöld. HK-ingar byrjuðu leikinn talsvert betur og voru með yfirhöndina allan leikinn en uppskáru tap í tíðindalitlum leik.
Lestu um leikinn: HK 0 - 2 Víkingur R.
„Ég er ósáttur með að tapa og eins og leikurinn spilaðist þá hefði þetta bara átt að fara 0-0, steindautt 0-0.'' Sagði Brynjar strax eftir leik og bætti við:
„Við hálfpartinn gefum tvö mörk sem Víkingarnir þurftu ekki að hafa mikið fyrir og það skilur að í dag.''
Leikurinn var tíðindalítill og hreint út sagt bara leiðinlegur, það var varla uppleggið að svæfa áhorfendur?
„Þetta var erfitt, þeir breyttu í fimm manna vörn og það var eftitt að brjótast í gegnum það sem endaði með fullt af löngum boltum og fyrirgjöfum sem við vorum ekki að díla nógu vel við.''
Brynjar var spurður nánar út í seinna mark Víkinga þar sem kallar var eftir hendi.
„Mér fannst vera haldið í Gumma í því atviki sem tekur hann út jafnvægi, ég sé ekki hvort það sé hendi en mér fannst mikið að skrýtnum dómum hér í dag.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Brynjar mistökin hjá Didda og fleira.
Athugasemdir