Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   sun 12. júlí 2020 10:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Wolves og Everton: Gylfi kemur inn - Þrjár breytingar á báðum liðum
Klukkan 11:00 hefst á Síminn Sport leikur Wolves og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Um er að ræða fyrsta leik dagsins af fjórum.

Leikið er á Molineux-vellinum. Fyrri leikur þessara liða í vetur fór 3-2 fyrir Everton á Goodison Park. Leikurinn í dag er liður í 35. umferð deildarinnar.

Wolves þarf að sigra til að einhverja vonarglætu á Meistaradeildarsæti en sú von er ansi veik. Everton er sjö stigum fyrir neðan Wolves í 11. sæti.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, gerir þrjár breytingar frá 1-1 jafnteflinu við Southampton í miðri viku. Seamus Coleman, Andre Gomes og Alex Iwobi detta út úr byrjunarliðinu fyrir þá Gylfa Sigurðsson, Theo Walcott og Leighton Baines.

Nuno Santo, stjóri Wolves, gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Sheffield United. Diego Jota, Adama Traore og Joao Moutinho setjast á bekkinn og inn koma Daniel Podence, Pedro Neto og Leandre Dendoncker.

Byrjunarlið Wolves: Patricio, Boly, Coady, Saiss, Doherty, Otto, Dendoncker, Neves, Podence, Jimenez, Neto.

(Varamenn: Ruddy, Jordao, Gibbs-White, Jota, Moutinho, Vinagre, Traore, Kilman og Buur.)

Byrjunarlið Everton: Pickford, Baines (c), Keane, Richarlison, Calvert-Lewin, Sigurdsson, Walcott, Digne, Mina, Davies, Gordon.

(Varamenn: Stekelenberg, Virginia, Iwobi, Sidibé, Bernard, Coleman, Kean, Branthwaite, Baningime.)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner
banner