Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 12. júlí 2020 15:21
Unnar Jóhannsson
Magnús Már: Það sem einkennir okkur er góð liðsheild
Tveir sigrar í röð hjá Aftureldingu
Lengjudeildin
Maggi var ánægður með sína menn í dag
Maggi var ánægður með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var ánægður með sína menn eftir 4-0 sigur á Leikni F í Lengjudeildinni í dag.

„Hrikalega stoltur og ánægður með strákana, frábær frammistaða, virkilega sanngjarn sigur og ef eitthvað var hefðum við getað unnið stærra."

Afturelding fékk mörg færi í fyrri hálfleik sem ekki nýttust, var hann hræddur um að það myndi koma í bakið á sínum mönnum ?
„Maður er alltaf smeikur þegar það er jafnt eða þegar það er eitt mark á milli, maður er svosem aldrei í rónni en mér fannst við vera með það góð tök á þessu og var nokkuð viss um að við myndum setja annað og þá myndum við klára þetta."

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 Leiknir F.

Maggi sagði Leiknisliði vera með gott fótboltalið.
„Þeir eru með gott fótboltalið og spila góðan fótbolta undir stjórn Binna, kannski einhver þreyta hjá þeim, þeir hittu ekki á sinn besta leik í dag."

Um sína sóknarmenn sagði Magnús
„Við erum með mjög kröftuga stráka sem geta skorað mörk og búið til, það sem einkennir okkur er góð liðsheild"

Næsti leikur er í Ólafsvík hjá Aftureldingu
„Nú förum við í rútferð til Ólafsvíkur á föstudaginn, það verður skemmtilegt að kíkja á Jón Pál og hans menn, við bíðum spenntir eftir þeim leik. Það er leikið þétt í þessu og þetta er hrikalega gaman, gaman að spila svona mikið af leikjum, fleiri leikir og færri æfingar."


Nánar er rætt við Magnús í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner