Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 12. júlí 2020 15:21
Unnar Jóhannsson
Magnús Már: Það sem einkennir okkur er góð liðsheild
Tveir sigrar í röð hjá Aftureldingu
Lengjudeildin
Maggi var ánægður með sína menn í dag
Maggi var ánægður með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var ánægður með sína menn eftir 4-0 sigur á Leikni F í Lengjudeildinni í dag.

„Hrikalega stoltur og ánægður með strákana, frábær frammistaða, virkilega sanngjarn sigur og ef eitthvað var hefðum við getað unnið stærra."

Afturelding fékk mörg færi í fyrri hálfleik sem ekki nýttust, var hann hræddur um að það myndi koma í bakið á sínum mönnum ?
„Maður er alltaf smeikur þegar það er jafnt eða þegar það er eitt mark á milli, maður er svosem aldrei í rónni en mér fannst við vera með það góð tök á þessu og var nokkuð viss um að við myndum setja annað og þá myndum við klára þetta."

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  0 Leiknir F.

Maggi sagði Leiknisliði vera með gott fótboltalið.
„Þeir eru með gott fótboltalið og spila góðan fótbolta undir stjórn Binna, kannski einhver þreyta hjá þeim, þeir hittu ekki á sinn besta leik í dag."

Um sína sóknarmenn sagði Magnús
„Við erum með mjög kröftuga stráka sem geta skorað mörk og búið til, það sem einkennir okkur er góð liðsheild"

Næsti leikur er í Ólafsvík hjá Aftureldingu
„Nú förum við í rútferð til Ólafsvíkur á föstudaginn, það verður skemmtilegt að kíkja á Jón Pál og hans menn, við bíðum spenntir eftir þeim leik. Það er leikið þétt í þessu og þetta er hrikalega gaman, gaman að spila svona mikið af leikjum, fleiri leikir og færri æfingar."


Nánar er rætt við Magnús í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner