Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 12. júlí 2021 12:56
Brynjar Ingi Erluson
Hjörtur Hermanns á leið til Pisa
Hjörtur Hermannsson er að fara til Pisa
Hjörtur Hermannsson er að fara til Pisa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er að ganga í raðir Pisa í ítölsku B-deildinni en þetta herma áreiðanlegar heimildir Fótbolta.net.

Hjörtur, sem er 26 ára gamall, hefur verið án félags í nokkra daga síðan hann yfirgaf danska félagið Bröndby.

Hann var á mála hjá Bröndby í fimm ár en þar áður spilaði hann fyrir Gautaborg, PSV og Fylki.

Árbæingurinn er nú búinn að finna sér félag en hann er ganga í raðir ítalska B-deildarfélagsins Pisa. Búist er við að gengið verði frá samningum í dag.

Pisa hafnaði í 14. sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð en er stórhuga fyrir komandi tímabil.

Breski milljarðarmæringurinn Alexander Knaster keypti 75 prósent hlut í félaginu í janúar. Þá vinnur Claudio Chiellini, bróðir Giorgio, sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner