Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 12. júlí 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Liverpool æfir í ölpunum
Liverpool hefur hafið æfingar í Austurríki þar sem liðið mun dvelja næstu tvær vikurnar. Liðið mætti í æfingabúðirnar í ölpunum í gær.

Trent Alexander-Arnold er með Liverpool í æfingabúðunum en hann þurfti að draga sig úr EM hópi Englendinga vegna meiðsla.

Virgil van Dijk, sem missti af nánast öllu síðasta tímabili, er einnig með Liverpool í búðunum.

Eftir rúma viku mun Liverpool leika gegn FC Wacker Innsbruck og svo VfB Stuttgart í tveimur hálftíma æfingaleikjum.

Einnig mun liðið spila gegn Mainz og Hertha Berlín.
Athugasemdir
banner