Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 12. júlí 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Andstæðingar Íslands á EM: Ítalía
Icelandair
Girelli er töffari.
Girelli er töffari.
Mynd: Getty Images
Barbara Bonansea er leikinn sóknarmaður.
Barbara Bonansea er leikinn sóknarmaður.
Mynd: Getty Images
Reynsluboltinn Sara Gama á að baki 126 A-landsleiki.
Reynsluboltinn Sara Gama á að baki 126 A-landsleiki.
Mynd: Getty Images
Ítalía komst í átta-liða úrslit á HM 2019 og verður mjög erfiður andstæðingur.
Ítalía komst í átta-liða úrslit á HM 2019 og verður mjög erfiður andstæðingur.
Mynd: Getty Images
Ísland leikur sinn annan leik á Evrópumótinu á fimmtudag er þær mæta Ítalíu.

Við erum með eitt eftir fyrsta leik og þurfum við helst að ná sigri í leik númer tvö. Annar leikur okkar verður gegn Ítalíu og verður sá leikur líka á Akademíuvellinum litla.

Enginn leikur í þessum riðli er auðveldur, svo sannarlega ekki. Ítalía ætti að vera sigurstranlegri aðilinn fyrir þennan leik þar sem þær eru fyrir ofan okkur á heimslistanum. Þær eru í 14. sæti á meðan við erum í 17. sæti.

Tveir af fyrstu leikjum Þorsteins Halldórssonar sem landsliðsþjálfara voru leikir gegn Ítalíu. Sá fyrri tapaðist 1-0 og sá seinni endaði með 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerði mark Íslands.

Þróun frá síðasta móti: Árið 2017 - þegar síðasta stórmót fór fram - þá var Ítalía að flakka á milli tólfta og 17. sæti heimslistans, en þær sitja núna í 14. sæti. Þær eru því nokkurn veginn á sama stað á þessum ágæta lista og á síðasta móti.

Hvernig komust þær á mótið?
Þær ítölsku lentu í öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni á eftir Danmörku. Ítalir enduðu með 25 stig á meðan Danmörk endaði með 28 stig.

Þær voru - rétt eins og Ísland - eitt af þremur liðum með bestan árangur í öðru sæti í undankeppninni og fóru þannig beint inn á mótið.

Ítalir hafa á þessu ári verið að taka þátt í undankeppni HM og eru núna á toppi síns riðils með sjö sigra úr átta leikjum. Þær eru með tveimur stigum meira en Sviss þegar tveir leikir eru eftir.

Lykilmenn liðsins
Sara Björk Gunnarsdóttir, nýr leikmaður Juventus, mun fá að kynnast nokkrum af nýjum liðsfélögum sínum í þessum leik. Allir leikmenn ítalska hópsins leika heima fyrir og flestar þeirra leika með Juventus og Roma.

Helsta stjarna ítalska liðsins er Cristiana Girelli, leikmaður Juventus. Hún er sóknarmaður og er mikil markamaskína. Hún hefur skorað 46 mörk í 78 landsleikjum og er búin að spila stóran þátt í því að Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina undanfarin fimm tímabil.

Barbara Bonansea, annar framherji Juventus, er einnig leikmaður sem þarf að hafa góðar gætur á og þá sér reynsluboltinn Sara Gama fyrir því að allt sé með feldu í varnarleiknum. Hún er 33 ára og á að baki 126 landsleiki fyrir Ítalíu.

Allir þrír leikmennirnir sem eru nefndar hér spila með Juventus og segir það nokkuð til um styrk liðsins sem Sara Björk er að fara í.

Þjálfarinn
Þjálfarinn er hin 56 ára gamla Milena Bertolini en hún hefur þjálfað ítalska liðið undanfarin fimm ár. Hún hefur gert afar fína hluti og stýrði meðal annars Ítalíu í átta-liða úrslitin á HM 2019.

Á sínum leikmannaferli var hún mjög öflugur varnarmaður og var hún tekin inn í frægðarhöll ítalska fótboltans árið 2018.

Hvernig er okkar möguleiki?
Ítalir eru þekktir fyrir góðan varnarleik og þetta ítalska lið fær ekki á sig mikið af mörkum, þó þær hafi tapað stórt gegn Frakklandi í fyrsta leik. Það er alveg líklegt að leikur Íslands og Ítalíu muni enda 0-0 eða 1-0 í aðra hvora áttina eins og æfingaleikirnir voru á síðasta ári. Þetta verður mögulega bara 50/50 leikur sem ræðst á einum mistökum, löngu innkasti eða einhverju svoleiðis. Það mun ekki mikið skilja á milli.

Ítalir fengu skell í fyrsta leik og vilja eflaust svara strax fyrir það.

Við þurfum helst að fá eitthvað úr þessum leik - helst þrjú stig - ef við ætlum okkur að fara áfram úr þessum riðli.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)

Sjá einnig:
Andstæðingar Íslands á EM: Belgía
Athugasemdir
banner
banner
banner