Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
   mið 29. maí 2024 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Icelandair
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingunni í Austurríki í dag.
Frá æfingunni í Austurríki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tilfinningin er bara mjög góð. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna og mér líður vel," sagði Katla Tryggvadóttir í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag. Liðið er þar að undirbúa sig fyrir leik gegn heimakonum í undankeppni Evrópumótsins á föstudaginn.

Katla, sem er fædd árið 2005, er nýliði í hópnum en hún segir að valið hafi ekki komið sér á óvart.

Katla er þá á meðal markahæstu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar en hún hefur gert fimm mörk í fyrstu átta deildarleikjum sínum með Kristianstad.

„Ég var bara heima. Pabbi, stjúpmamma mín og systir mín voru hjá mér. Það var geggjað að segja þeim fyrst frá þessu, það var mjög gaman," segir Katla um símtalið frá landsliðsþjálfaranum.

„Ég var að bíða eftir þessu símtali."

Það var bara tímaspursmál hvenær Katla yrði kölluð inn í hópinn en hún hefur sýnt það á síðustu árum hversu ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður hún er. Hún er uppalin í Val en fór yfir í Þrótt fyrir sumarið 2022 til að fá að spila. Þar blómstraði hún og er Katla núna að gera það gott í atvinnumennsku.

„Þetta kom mér ekki á óvart," segir Katla en henni líkar lífið vel í atvinnumennskunni í Svíþjóð. „Þetta hefur verið geggjað reynsla. Ég er að æfa með svo góðum leikmönnum og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi. Það er frábært og ég finn að ég er að bæta mig þvílíkt þarna."

Það vantar ekki sjálfstraustið í Kötlu um þessar mundir.

„Ég var búin að ímynda mér þetta nokkurn veginn svona. Mér finnst ógeðslega gaman að spila með þessu liði og ég er að njóta mín í botn."

Framundan með íslenska landsliðinu eru tveir leikir gegn Austurríki í undankeppni EM. Liðið getur farið langleiðina á EM með því að ná í góð úrslit úr þessum leikjum.

„Það eru algjör forréttindi að vera hérna og ég ætla að njóta þess. Ég ætla að hjálpa liðinu að vinna Austurríki," sagði Katla en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner