Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 29. maí 2024 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Icelandair
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingunni í Austurríki í dag.
Frá æfingunni í Austurríki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tilfinningin er bara mjög góð. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna og mér líður vel," sagði Katla Tryggvadóttir í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag. Liðið er þar að undirbúa sig fyrir leik gegn heimakonum í undankeppni Evrópumótsins á föstudaginn.

Katla, sem er fædd árið 2005, er nýliði í hópnum en hún segir að valið hafi ekki komið sér á óvart.

Katla er þá á meðal markahæstu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar en hún hefur gert fimm mörk í fyrstu átta deildarleikjum sínum með Kristianstad.

„Ég var bara heima. Pabbi, stjúpmamma mín og systir mín voru hjá mér. Það var geggjað að segja þeim fyrst frá þessu, það var mjög gaman," segir Katla um símtalið frá landsliðsþjálfaranum.

„Ég var að bíða eftir þessu símtali."

Það var bara tímaspursmál hvenær Katla yrði kölluð inn í hópinn en hún hefur sýnt það á síðustu árum hversu ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður hún er. Hún er uppalin í Val en fór yfir í Þrótt fyrir sumarið 2022 til að fá að spila. Þar blómstraði hún og er Katla núna að gera það gott í atvinnumennsku.

„Þetta kom mér ekki á óvart," segir Katla en henni líkar lífið vel í atvinnumennskunni í Svíþjóð. „Þetta hefur verið geggjað reynsla. Ég er að æfa með svo góðum leikmönnum og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi. Það er frábært og ég finn að ég er að bæta mig þvílíkt þarna."

Það vantar ekki sjálfstraustið í Kötlu um þessar mundir.

„Ég var búin að ímynda mér þetta nokkurn veginn svona. Mér finnst ógeðslega gaman að spila með þessu liði og ég er að njóta mín í botn."

Framundan með íslenska landsliðinu eru tveir leikir gegn Austurríki í undankeppni EM. Liðið getur farið langleiðina á EM með því að ná í góð úrslit úr þessum leikjum.

„Það eru algjör forréttindi að vera hérna og ég ætla að njóta þess. Ég ætla að hjálpa liðinu að vinna Austurríki," sagði Katla en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner