Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mið 29. maí 2024 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Icelandair
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingunni í Austurríki í dag.
Frá æfingunni í Austurríki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tilfinningin er bara mjög góð. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna og mér líður vel," sagði Katla Tryggvadóttir í samtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag. Liðið er þar að undirbúa sig fyrir leik gegn heimakonum í undankeppni Evrópumótsins á föstudaginn.

Katla, sem er fædd árið 2005, er nýliði í hópnum en hún segir að valið hafi ekki komið sér á óvart.

Katla er þá á meðal markahæstu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar en hún hefur gert fimm mörk í fyrstu átta deildarleikjum sínum með Kristianstad.

„Ég var bara heima. Pabbi, stjúpmamma mín og systir mín voru hjá mér. Það var geggjað að segja þeim fyrst frá þessu, það var mjög gaman," segir Katla um símtalið frá landsliðsþjálfaranum.

„Ég var að bíða eftir þessu símtali."

Það var bara tímaspursmál hvenær Katla yrði kölluð inn í hópinn en hún hefur sýnt það á síðustu árum hversu ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður hún er. Hún er uppalin í Val en fór yfir í Þrótt fyrir sumarið 2022 til að fá að spila. Þar blómstraði hún og er Katla núna að gera það gott í atvinnumennsku.

„Þetta kom mér ekki á óvart," segir Katla en henni líkar lífið vel í atvinnumennskunni í Svíþjóð. „Þetta hefur verið geggjað reynsla. Ég er að æfa með svo góðum leikmönnum og ég er að læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi. Það er frábært og ég finn að ég er að bæta mig þvílíkt þarna."

Það vantar ekki sjálfstraustið í Kötlu um þessar mundir.

„Ég var búin að ímynda mér þetta nokkurn veginn svona. Mér finnst ógeðslega gaman að spila með þessu liði og ég er að njóta mín í botn."

Framundan með íslenska landsliðinu eru tveir leikir gegn Austurríki í undankeppni EM. Liðið getur farið langleiðina á EM með því að ná í góð úrslit úr þessum leikjum.

„Það eru algjör forréttindi að vera hérna og ég ætla að njóta þess. Ég ætla að hjálpa liðinu að vinna Austurríki," sagði Katla en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner