Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 12. ágúst 2021 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Blikar féllu úr leik í Skotlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aberdeen 2 - 1 Breiðablik (5-3 samanlagt)
1-0 Ryan Hedges ('46 )
1-1 Gísli Eyjólfsson ('59 )
2-1 Ryan Hedges ('70 )

Lestu um leikinn

Breiðablik heimsótti Aberdeen í undankeppni Sambandsdeildarinnar í dag eftir 2-3 tap í fyrri leiknum í Kópavogi.

Blikar mættu sprækir til leiks og var staðan markalaus eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem hvort lið fékk eitt dauðafæri. Viktor Karl Einarsson fékk færið fyrir Blika nokkrum mínútum áður en heimamenn komust í sitt færi.

Ryan Hedges kom Aberdeen yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir vandræðagang í vörn Blika en Gísli Eyjólfsson jafnaði með laglegu marki rúmum tíu mínútum síðar.

Jason Daði Svanþórsson fékk gott færi á 65. mínútu en skömmu síðar skoruðu heimamenn eftir langan bolta sem barst upp völlinn. Hedges skoraði sitt annað mark, í þetta sinn átti Christian Ramirez stoðsendinguna sem virtist í raun bara vera misheppnuð móttaka.

Blikar blésu til sóknar eftir markið og fékk Jason Daði fínt færi en kaus að senda í stað þess að skjóta. Varnarleikur Aberdeen var of þéttur og verðskulda heimamenn að komast áfram í næstu umferð.

Blikar geta þó farið af velli með höfuðið hátt þar sem þeir sýndu að þeir geta vel keppt við félag á stærð við Aberdeen.
Athugasemdir
banner
banner