Nú er komin inn upptaka af útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag en það var pakkfullur þáttur milli 12 og 14 á X-inu FM 97,7. Upptöku má nálgast í spilaranum hér að ofan:
Upptökur af öllum þáttum koma inn á Vísi
Upptökur af öllum þáttum koma inn á Vísi
Landsliðið og allt þar í kring var að sjálfsögðu til umræðu en gestur þáttarins var Þórir Hákonarson sem var framkvæmdastjóri KSÍ þegar Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson voru ráðnir.
Hitað var upp fyrir næstu umferð Pepsi-deildarinnar. Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, var í viðtali og umsjónarmenn þáttarins spá í spilin fyrir umferðina. Andri Steinn Birgisson, þjálfari Þróttar Vogum, var í stuttu viðtali en Þróttarar hafa tryggt sér sæti í 3. deild á næsta tímabili.
Þá var enski boltinn til umræðu en Tryggvi Páll Tryggvason af raududjoflarnir.is var í viðtali.
Athugasemdir