Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   lau 12. september 2020 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýski bikarinn: Alfreð skoraði af vítapunktinum
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason var á skotskónum þegar Augsburg fór áfram í þýska bikarnum í dag. Liðið mætti Eintracht Celle úr E-deild.

Staðan var 2-0 í hálfleik og í byrjun seinni háflleiks gerði Alfreð þriðja mark Augsburg af vítapunktinum.

Augsburg bætti síðan við fjórum mörkum til viðbótar og vann að lokum býsna þægilegan 7-0 sigur.

Þýska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik um næstu helgi og mætir Augsburg þá liði Union Berlín á útivelli.
Athugasemdir
banner
banner