Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fim 12. september 2024 21:20
Sverrir Örn Einarsson
John Andrews: Takk Ási
Kvenaboltinn
John Andrews
John Andrews
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Andrews þjálfari Víkinga var skiljanlega sáttur að leik loknum eftir 3-0 sigur Víkinga á FH í Kaplakrika þar sem liðin mættust í Bestu deild kvenna í kvöld. Þrátt fyrir gleði yfir sigrinum var John þó efst í hugsa meiðsli tveggja leikmanna sem þurftu að yfirgefa völlinn í dag. Söru Montoro úr FH sem varð fyrir hnémeiðslum sem og Freyju Stefánsdóttur úr Víking sem fékk þungt högg og þurfti að yfirgefa völlinn í kjölfarið,

Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Ég vill fyrst og fremst senda kveðju til Freyju og Söru Montoro. Það var erfitt að sjá með Söru sem kemur inn á og þarf að fara af velli strax aftur og við verðum bara að vona það besta fyrir hana sem og Freyju.“

Sagði John og sneri sér að leiknum sem slíkum.

„Hvað leikinn varðar þá spilum við mjög vel. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu pressuðum við þær hátt. Höfðum gott úthald og góða orku og sýndum Víkings frammistöðu.“

Á fullri ferð allar mínúturnar 90
Lið Víkinga byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir eftir aðeins rétt tæpar tvær mínútur. Liðið virkaði töluvert sterkara og eins og þær vildu þetta kannski ögn meira en lið FH.

„Ég myndi ekki segja það. Ég get sagt að við vorum að prófa þessa hápressu leikinn út í gegn og ekki stoppa. Bara fulla ferð áfram og sýna hvað býr í okkar stelpum. Þær sýndu frábæra frammistöðu enda er ég svo stoltur.“

Ási Arnars til aðstoðar Freyju sem er mögulega rifbeinsbrotin
Líkt og fyrr segir þurfti Freyja Stefánsdóttir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir að hafa fengið þungt högg í síðari hálfleik og óttast er að hún kunni að vera rifbeinsbrotin. Um ástand hennar sagði John.

„Hún finnur til í rifbeinum eftir höggið, Mig langar að fá að koma á framfæri þökkum til Ása (Ásmundar Arnarssonar) sem kemur úr stúkunni til þess að aðstoða okkur svo að Dagbjört geti komið aftur út til okkar. Svo ég segi takk Ási.“

Allt viðtalið við John má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner