Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   fim 12. september 2024 21:20
Sverrir Örn Einarsson
John Andrews: Takk Ási
Kvenaboltinn
John Andrews
John Andrews
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Andrews þjálfari Víkinga var skiljanlega sáttur að leik loknum eftir 3-0 sigur Víkinga á FH í Kaplakrika þar sem liðin mættust í Bestu deild kvenna í kvöld. Þrátt fyrir gleði yfir sigrinum var John þó efst í hugsa meiðsli tveggja leikmanna sem þurftu að yfirgefa völlinn í dag. Söru Montoro úr FH sem varð fyrir hnémeiðslum sem og Freyju Stefánsdóttur úr Víking sem fékk þungt högg og þurfti að yfirgefa völlinn í kjölfarið,

Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Ég vill fyrst og fremst senda kveðju til Freyju og Söru Montoro. Það var erfitt að sjá með Söru sem kemur inn á og þarf að fara af velli strax aftur og við verðum bara að vona það besta fyrir hana sem og Freyju.“

Sagði John og sneri sér að leiknum sem slíkum.

„Hvað leikinn varðar þá spilum við mjög vel. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu pressuðum við þær hátt. Höfðum gott úthald og góða orku og sýndum Víkings frammistöðu.“

Á fullri ferð allar mínúturnar 90
Lið Víkinga byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir eftir aðeins rétt tæpar tvær mínútur. Liðið virkaði töluvert sterkara og eins og þær vildu þetta kannski ögn meira en lið FH.

„Ég myndi ekki segja það. Ég get sagt að við vorum að prófa þessa hápressu leikinn út í gegn og ekki stoppa. Bara fulla ferð áfram og sýna hvað býr í okkar stelpum. Þær sýndu frábæra frammistöðu enda er ég svo stoltur.“

Ási Arnars til aðstoðar Freyju sem er mögulega rifbeinsbrotin
Líkt og fyrr segir þurfti Freyja Stefánsdóttir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir að hafa fengið þungt högg í síðari hálfleik og óttast er að hún kunni að vera rifbeinsbrotin. Um ástand hennar sagði John.

„Hún finnur til í rifbeinum eftir höggið, Mig langar að fá að koma á framfæri þökkum til Ása (Ásmundar Arnarssonar) sem kemur úr stúkunni til þess að aðstoða okkur svo að Dagbjört geti komið aftur út til okkar. Svo ég segi takk Ási.“

Allt viðtalið við John má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner