Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   fim 12. september 2024 21:20
Sverrir Örn Einarsson
John Andrews: Takk Ási
Kvenaboltinn
John Andrews
John Andrews
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Andrews þjálfari Víkinga var skiljanlega sáttur að leik loknum eftir 3-0 sigur Víkinga á FH í Kaplakrika þar sem liðin mættust í Bestu deild kvenna í kvöld. Þrátt fyrir gleði yfir sigrinum var John þó efst í hugsa meiðsli tveggja leikmanna sem þurftu að yfirgefa völlinn í dag. Söru Montoro úr FH sem varð fyrir hnémeiðslum sem og Freyju Stefánsdóttur úr Víking sem fékk þungt högg og þurfti að yfirgefa völlinn í kjölfarið,

Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Ég vill fyrst og fremst senda kveðju til Freyju og Söru Montoro. Það var erfitt að sjá með Söru sem kemur inn á og þarf að fara af velli strax aftur og við verðum bara að vona það besta fyrir hana sem og Freyju.“

Sagði John og sneri sér að leiknum sem slíkum.

„Hvað leikinn varðar þá spilum við mjög vel. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu pressuðum við þær hátt. Höfðum gott úthald og góða orku og sýndum Víkings frammistöðu.“

Á fullri ferð allar mínúturnar 90
Lið Víkinga byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir eftir aðeins rétt tæpar tvær mínútur. Liðið virkaði töluvert sterkara og eins og þær vildu þetta kannski ögn meira en lið FH.

„Ég myndi ekki segja það. Ég get sagt að við vorum að prófa þessa hápressu leikinn út í gegn og ekki stoppa. Bara fulla ferð áfram og sýna hvað býr í okkar stelpum. Þær sýndu frábæra frammistöðu enda er ég svo stoltur.“

Ási Arnars til aðstoðar Freyju sem er mögulega rifbeinsbrotin
Líkt og fyrr segir þurfti Freyja Stefánsdóttir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir að hafa fengið þungt högg í síðari hálfleik og óttast er að hún kunni að vera rifbeinsbrotin. Um ástand hennar sagði John.

„Hún finnur til í rifbeinum eftir höggið, Mig langar að fá að koma á framfæri þökkum til Ása (Ásmundar Arnarssonar) sem kemur úr stúkunni til þess að aðstoða okkur svo að Dagbjört geti komið aftur út til okkar. Svo ég segi takk Ási.“

Allt viðtalið við John má sjá hér að ofan

Athugasemdir