Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sér ekki eftir kaupunum á Greenwood
Mynd: Getty Images

Pablo Longoria, forseti Marseille, segist hafa skoðað öll gögn tengd Mason Greenwood og hann sjái ekki eftir því að hafa keypt hann til félagsins frá Man Utd í sumar fyrir um 27 milljónir punda.


Greenwood var kærður fyrir líkamslegt og kynferðisofbeldi í garð kærustu sinnar, Harriet Robson, en málið var látið niður falla. Borgarstjóri Marseille gagnrýndi kaup félagsins á leikmanninum en Longoria hefur svarað fyrir sig.

„Ummæli borgarstjórans styrkja það seem við gerðum, hann var ekki með allar upplýsingarnar á hreinu. Við tókum ákvörðun, það voru einhverjir á móti þessu en á sama tíma gaf það okkur vald til að rannsaka ekki því ég er ekki dómari. Frekar að nýta allar upplýsingarnar og taka bestu ákvörðunina, sem ég held að við gerðum," sagði Longoria.

Það vakti athygli þegar Roberto De Zerbi, stjóri Marseille, var spurður út í Greenwood áður en hann gekk til liðs við félagið að stjórinn hafði ekki hugmynd um ákæruna.

„Við nefndum Greenwood í fyrsta samtalinu við De Zerbi. Stjórinn þekkti Greenwood frá fyrri tíð og þetta var stutt samtal því við höfðum allir trú á hæfileikunum hans," sagði Longria.


Athugasemdir
banner
banner
banner