Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 12. október 2019 15:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Danmerkur og Sviss: Kjær og Lichtsteiner fyrirliðar
Stephan Lichtsteiner ber fyrirliðabandið hjá Sviss í dag.
Stephan Lichtsteiner ber fyrirliðabandið hjá Sviss í dag.
Mynd: Getty Images
Danmörk og Sviss mætast í mikilvægum toppslag í riðli D í undankeppni fyrir EM2020.

Danmörk er fyrir leikinn í 2. sæti með níu stig eftir fimm leiki en Sviss í þriðja sæti með átta stig eftir fjóra leiki.

Íslenska liðið þarf að treysta á að Sviss endi í öðru að tveimur efstu sætunum, til að losna við að mæta sterku liði þeirra, ef Ísland þarf að fara í umspil fyrir EM2020.

Byrjunarlið liðanna eru sterk og þau eru komin inn. Athygli vekur að Stephan Lichtsteiner er fyrirliði Sviss í dag en Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka eru sagðir hafa barist um að verða fyrirliðar.

Sjá einnig: Schmeichel: Shaqiri hagaði sér eins og barn

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Byrjunarlið Danmerkur: Schmeichel, Dalsgaard, Christensen, Kjær, Larsen, Schone, Delaney, Eriksen, Cornelius, Poulsen, Braithwaite.

Byrjunarlið Sviss: Sommer, Elvedi, Schar, Akanji, Rodriguez, Xhaka, Zakaria, Lichtsteiner, Mehmedi, Embolo, Seferovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner