Jason Daði Svanþórsson kom að marki annan leikinn í röð þegar Grimsby lagði Salford að velli í D-deild á Englandi í dag.
Jason skoraði mark Grimsby í neðrideildabikarnum þegar liðið tapaði 2-1 gegn Lincoln á dögunum. Hann var í byrjunarliðinu í dag.
Grimsby náði forystunni áður en mínúta var liðin af leiknum. Salford jafnaði metin eftir stundafjórðung en Jason Daði lagði upp annað markið undir lok fyrri hálfleiksins og þar við sat.
Grimsby er með 18 stig í 8. sæti eftir ellefu umferðir.
Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson spiluðu allan leikinn þegar AB Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Ishoj í C-deildinni í Danmörku. AB er í 9. sæti með 13 stig eftir 11 umferðir.
Athugasemdir