Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 12. október 2024 12:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saka sendur heim vegna meiðslanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bukayo Saka hefur dregið sig úr landsliðshópi Englands vegna meiðsla sem hann varð fyrir á fæti í tapinu gegn Grikklandi á fimmtudaginn.


Hann hefur snúið aftur til Arsenal og mun fara í frekari skoðun þar. Hann verður því ekki með enska liðinu sem heimsækir Finnland í Þjóðadeildinni á morgun.

Þá verður Curtis Jones, leikmaður Liverpool, ekki heldur með en hann yfirgaf hópinn af persónulegum ástæðum.

Harry Kane og Jack Grealish eru hins vegar byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa misst af leiknum gegn Grikklandi vegna smávægilegra meiðsla.


Athugasemdir