Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 12. nóvember 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barca borgaði Neymar of mikið og vill fá endurgreitt
Mynd: Getty Images
Spænski miðillinn El Mundo greinir frá því að Barcelona sækist eftir því að fá pening til baka frá brasilíska leikmanninum Neymar.

Neymar var leikmaður Barcelona á árunum 2013-2017. Þrjú ár eru því frá því leikmaðurinn var á mála hjá félaginu. Barcelona er sagt hafa greitt Neymar of mikið í laun þar sem liðið misreiknaði skattagreiðslur.

Liðið reiknaði út laun Neymar út frá of hárri skattaprósentu og vill fá peninginn til baka frá leikmanninum.

Upphæðin nemur um 10,2 milljónum evra sem er ríflega einn og hálfur milljarður íslenskra króna.


Athugasemdir
banner
banner