Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 12. nóvember 2022 13:20
Aksentije Milisic
Klopp ánægður með hversu margir verða með á „undirbúningstímabilinu"

Liverpool mætir Manchester City í deildabikarnum í vikunni eftir að Heimsmeistarmótinu lýkur en liðið drógust saman og fer leikurinn fram á Etihad vellinum.


Jurgen Klopp er ánægður með hversu margir leikmenn Liverpool verða á „undirbúningstímabilinu" eins og hann kallaði það á meðan HM er í gangi.

„Við eigum undirbúningstímabil fyrir leikinn gegn City. Þeir leikmenn sem spila þann leik verða þeir sem taka þátt í undirbúningstímabilinu," sagði Klopp.

„Ég er ánægður með það hversu margir leikmenn verða með á undirbúningstímabilinu. Við ættum að vera með tvo miðverði, þrjá eða fjóra bakverði og nóg af miðjumönnum og sóknarmönnum. Luis Diaz er byrjaður að hlaupa og hann lítur vel út."

„Þetta er góður fjöldi en við þurfum að fá alla heila til baka því það verður mjög langt tímabil framundan. Það verður engin hvíld frá og með þessum leik."

Liverpool mætir Southampton í dag í ensku úrvalsdeildinni sem verður síðasti leikur liðsins fyrir HM.


Athugasemdir
banner
banner