Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   þri 12. nóvember 2024 11:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúben Dias: Endilega efist um okkur
Mynd: EPA
Manchester City hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum sem hafði aldrei gerst áður á stjóraferli Pep Guadiola. Fjórða tapið var gegn Brighton á laugardag þar sem Brighton kom til baka og vann 2-1 sigur.

Miðvörðurin Rúben Dias varaði gagnrýnendur, sem efast um City, við.

„Ég myndi segja, endilega efist um okkur, efist um okkur, ykkur er það velkomið," sagði miðvörðurinn við fjölmiðlamenn.

„Þegar við unnum þrennuna þá töluðum við um svartan janúar. Við áttum í erfiðleikum. En það er eins og það er. Það sem skiptir máli er hvernig þú kemur til baka úr svona augnablikum. Þess vegna hefur liðið okkar unnið svo mikið því í erfiðleikum, þá sýna menn úr hverju þeir eru gerðir og þjappa sér saman. Við finnum ekki einhvern til að drepa, við finnum sameiginlegan grundvöll og berjumst saman. Við þurfum að gera það einu sinni enn. Þangað til þetta er búið, þá er þetta ekki búið" sagði Dias.

City hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum í röð en er núna fimm stigum á eftir toppliði Liverpool.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 29 11 +18 35
2 Chelsea 15 9 4 2 35 18 +17 31
3 Arsenal 15 8 5 2 29 15 +14 29
4 Man City 15 8 3 4 27 21 +6 27
5 Nott. Forest 15 7 4 4 19 18 +1 25
6 Aston Villa 15 7 4 4 23 23 0 25
7 Bournemouth 15 7 3 5 23 20 +3 24
8 Brighton 15 6 6 3 25 22 +3 24
9 Brentford 15 7 2 6 31 28 +3 23
10 Fulham 15 6 5 4 22 20 +2 23
11 Tottenham 15 6 2 7 31 19 +12 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 21 -2 20
13 Man Utd 15 5 4 6 19 18 +1 19
14 West Ham 15 5 3 7 20 28 -8 18
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Leicester 15 3 5 7 21 30 -9 14
17 Crystal Palace 15 2 7 6 14 20 -6 13
18 Ipswich Town 15 1 6 8 14 27 -13 9
19 Wolves 15 2 3 10 23 38 -15 9
20 Southampton 15 1 2 12 11 31 -20 5
Athugasemdir
banner
banner
banner