Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 17:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man Utd gegn Viktoria Plzen: Zirkzee fremstur
Mynd: EPA

Manchester United heimsækir Viktoria Plzen í Tékklandi í fimmtu umferð Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 17:45.

Ruben Amorim gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því liðið vann Bodö/Glimt í síðustu umferð.

Rasmus Höjlund skoraði tvennu í þeim leik og skoraði einnig gegn Nottingham Forest um helgina. Hann fær sér sæti á bekknum í kvöld en Joshua Zirkzee kemur inn í hans stað. Þá eru Alejandro Garnacho og Marcus Rashford með honum frammi.

Albert Guðmundsson byrjar á bekknum hjá Fiorentina sem mætir LASK, Guðmundur Þórarinsson er á bekknum hjá FC Noah sem mætir APOEL og Rúnar Alex Rúnarsson er á bekknum hjá FCK sem mætir Hearts.


Man Utd: Onana, Martinez, De Ligt, Mazraoui, Dalot, Malacia, Casemiro, Fernandes, Diallo, Rashford, Zirkzee.

Varamenn: Bayindir, Lindelof, Maguire, Mount, Hojlund, Eriksen, Yoro, Garnacho, Antony, Ugarte, Mainoo, Collyer.


Athugasemdir
banner
banner
banner