fim 13. janúar 2022 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Fer yfir tímann hjá Álasundi - „Maður var svolítið lítill í sér"
Daníel Leó Grétarsson, Aron Elís Þrándarson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Davíð Kristján gerðu góða hluti í Noregi
Daníel Leó Grétarsson, Aron Elís Þrándarson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Davíð Kristján gerðu góða hluti í Noregi
Mynd: Daníel Leó Grétarsson
Davíð Kristján í leik með Álasundi
Davíð Kristján í leik með Álasundi
Mynd: Davíð Kristján Ólafsson
Davíð Kristján Ólafsson samdi við sænska úrvalsdeildarfélagið Kalmar á dögunum eftir að hafa spilað með norska félaginu Álasund síðustu þrjú tímabil en hann gerði upp tímann þar.

Davíð gerði frábæra hluti í norsku B-deildinni á síðasta tímabili þar sem hann lagði upp sjö mörk og skoraði tvö er liðið kom sér aftur upp í deild þeirra bestu.

Hann var samningslaus eftir tímabilið og ákvað að róa á önnur mið en hann er nú mættur í Kalmar.

Davíð var ánægður með tímann í Noregi og segir að þetta hafi verið gott skref fyrir hann. Það hjálpaði þá að hafa Íslendinga með sér í liðinu en Hólmbert Aron Friðjónsson, Adam Örn Arnarson, Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson spiluðu allir með honum.

„Bara góður. Það hjálpaði mikið að vera með Íslendingunum fyrst og ég og Hólmbert vorum límdir saman í tvö ár. Svo er ég í góðu sambandi við Aron og Daníel og þekki Adam vel. Hef allt jákvætt að segja um það."

„Þetta var upp og niður. Við fórum tvisvar upp sem var gaman en fórum líka niður sem var mjög leiðinlegt líka. Þetta var flott fyrsta skref og í heildina mjög jákvæður tími."


Liðið fór upp í úrvalsdeildina eftir fyrsta tímabilið en liðið fór beinustu leið niður.

„Þjálfaraskipti og eitthvað sem enginn af okkur var að búast við. Það gekk mjög vel 2019 og eigum stigamet en svo komum við aftur inn í þetta og það gekk ekkert upp. Við vorum lélegir og þessir litlu hlutir sem hefðu getað gengið upp en gerðu ekki."

Davíð náði sér á strik á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu upp en það tók á að falla úr efstu deild.

„Það byrjaði smá illa og meiðist smá í byrjun og spilaði ekki fyrstu leikina en svo kem ég inn í þetta og næ góðri tengingu við kantmanninn. Þannig mitt plan var að senda eins oft á hann og sjá hvað það gæti gert."

„Ég myndi ekki segja það. Þegar við komum heim eftir 2020 tímabilið þá var maður svolítið lítill í sér en eftir það langaði mig að standa mig vel fyrir klúbbinn,"
sagði hann í lokin.
Davíð á leiðinni til Kalmar - „Kominn tími á næsta skref á ferlinum"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner