Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 23:13
Ívan Guðjón Baldursson
Chalobah var ekki í hóp hjá Palace - „Chilwell er frábær bakvörður"
Mynd: Crystal Palace
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enzo Maresca þjálfari Chelsea neitar að tjá sig um möguleg félagaskipti en fréttamenn halda þó áfram að spyrja hann.

Maresca svaraði spurningum á fréttamannafundi í morgun fyrir leik Chelsea gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld, en Chelsea er dottið niður í fjórða sæti deildarinnar eftir slakt gengi undanfarnar vikur.

Liðið er aðeins búið að næla sér í tvö stig úr síðustu fjórum leikjum og er núna í bráðri hættu á að missa fjórða sætið frá sér.

Ljóst er að Chelsea ætlar að styrkja leikmannahópinn sinn í janúar og er talið að nýr miðvörður sé efstur á óskalista Enzo Maresca. Þar hafa Trevoh Chalobah og Marc Guéhi, miðverðir Crystal Palace, verið nefndir til sögunnar.

Chalobah er hjá Palace á láni frá Chelsea og hefur liðið verið sterklega orðað við að endurkalla miðvörðinn sinn frá Palace. Chalobah var ekki í hóp í bikarsigri Palace um helgina og var Maresca spurður út í það.

„Hann er leikmaður Crystal Palace og það væri vanvirðing ef ég myndi tala um hann. Ef Oliver (Glasner, þjálfari Crystal Palace) myndi tala um leikmennina okkar hjá Chelsea þá væri ég ekki ánægður," sagði Maresca.

„Ég vissi ekki einu sinni að Trevoh hafi verið utan hóps í bikarnum. Ég veit ekkert um þetta, ég þjálfa bara leikmennina sem eru hér."

Þjálfarinn var þá spurður út í Ben Chilwell sem vill skipta um félag í janúar þar sem hann passar ekki inn í myndina hjá Maresca.

„Við þurfum ekki að losa okkur við neinn leikmann, það eru leikmenn sem fá tækifæri til að skipta um félag ef þeir eru ósáttir með spiltímann sinn hér. Chilwell er mikill fagmaður og hefur verið að æfa af krafti þrátt fyrir að fá ekki að spila. Það er mér að kenna að hann fær ekki að spila og ég skammast mín fyrir það, en hegðun hans í kringum þetta allt saman hefur verið virkilega fagmannleg.

„Að mínu mati þá er Chilwell frábær bakvörður þegar kemur að því að hlaupa upp og niður vænginn, verjast og skapa færi. Ég sé hann samt ekki fyrir mér í svipuðu hlutverki og Malo Gusto, Reece James eða Marc Cucurella eru að sinna fyrir mig. Þetta eru mjög mismunandi hlutverk."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner