Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 13. febrúar 2020 10:02
Elvar Geir Magnússon
Collina: VAR á að virka eins og fallhlíf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pierluigi Collina, sem var besti dómari heims á sínum tíma, segir að dómarar eigi að starfa eins og VAR sé ekki til.

Collina segir að VAR myndbandstæknin eigi að virka eins og „fallhlíf".

Ítalinn heldur upp á 60 ára afmæli sitt en hann starfar nú sem einn af yfirmönnum yfir dómaramálum FIFA.

„Dómarinn verður að taka ákvörðun eins og tæknin sé ekki til staðar. Markmiðið er að það eigi ekki að vera þörf á VAR því réttar ákvarðanir eru teknar," segir Collina.

„Dómarinn veit samt af fallhlífinni sem getur hjálpað honum og leiðrétt mistök."

„Dómarinn verður að vita allt um leikinn og undirbúa sig vel undir leikina. Það er gríðarlega mikilvægur þáttur af þessu."

VAR myndbandsdómgæslan hefur verið gríðarlega umdeild en upp hafa komið atvik þar sem dómarar vilja ekki taka ákvarðanir í augljósum atvikum því þeir treysta bara á VAR.
Athugasemdir
banner
banner
banner