Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 13. febrúar 2023 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kallað eftir því að Mason verði rekinn - Neyðarfundur hjá dómurum
Lee Mason var í VAR-herberginu um liðna helgi.
Lee Mason var í VAR-herberginu um liðna helgi.
Mynd: Getty Images
Howard Webb, formaður dómarasambandsins á Englandi, hefur ákveðið að blása til neyðarfundar sem mun fara fram á morgun.

Hann ákvað að skipuleggja fundinn eftir öll þau mistök sem voru gerð í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Stærst voru mistökin á Emirates-vellinum þar sem mark Brentford fékk að standa en dómarasambandið baðst síðar afsökunar á því. Markið gæti haft gríðarleg áhrif í titilbaráttunni.

Lee Mason var í VAR-herberginu en það var sagt frá því eftir leik að hann hefði einfaldlega gleymt að teikna línur fyrir rangstöðuna. Það hljómar eins og hann hafi einfaldlega ekki verið starfi sínu vaxinn í þessu tilviki.

Þetta voru ekki einu mistök helgarinnar en það hefur verið kallað eftir því að Mason verði rekinn úr starfi sínu í VAR-herberginu. Hann hefur gert fleiri svona mistök á síðustu tveimur tímabilum.

Webb ætlar að funda með dómurunum á þriðjudaginn þar sem verður farið yfir það hvernig er hægt að bæta stöðuna. Svona mistök eru ekki boðleg í stærstu deild í heimi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner