Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 12. febrúar 2023 14:25
Ívan Guðjón Baldursson
Dómarasambandið búið að biðja Arsenal afsökunar
Mynd: Getty Images

Enska dómarasambandið, PGMOL, er búið að staðfesta að yfirmaður dómarasambandsins hafi haft samband við Brighton og Arsenal til að biðjast afsökunar á mistökum gærdagsins. 


Howard Webb baðst afsökunar fyrir hönd sambandsins eftir að mannleg mistök voru gerð í VAR herberginu í tveimur leikjum í gær. 

Mark Pervis Estupinan í 1-1 jafntefli Brighton gegn Crystal Palace var tekið af þó að leikmaðurinn hafi í raun ekki verið rangstæður.

Á svipuðum tíma var mark Ivan Toney dæmt gott og gilt þrátt fyrir rangstöðu í aðdragandanum.

„PGMOL getur staðfest að Howard Webb er búinn að hafa samband við Arsenal og Brighton til að útskýra mistök sem áttu sér stað í VAR herberginu í leikjum liðanna á laugardaginn. Bæði mistökin, sem áttu sér stað vegna mannlegra mistaka, verða grandskoðuð af PGMOL," segir í yfirlýsingu frá dómarasambandinu.

Sjá einnig:
Dómarasambandið bað Brighton afsökunar


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner
banner