Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   þri 13. febrúar 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pontus Lindgren til Sundsvall (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Pontus Lindgren er genginn til liðs við sænska liðsins Sundsvall.


Þessi 23 ára gamli varnarmaður gekk til liðs við KR sumarið 2022 en var lánaður til ÍA og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Bestu deildinni á næstu leiktíð.

Hann lék 13 leiki í Bestu deildinni með KR og 15 leiki með ÍA í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Hann lék með IK Sylvia í C-deild sænska boltans áður en hann hélt til Íslands en hann er uppalinn hjá Norrköping.

Sundsvall leikur í næst efstu deild í Svíþjóð en liðið hafnaði í 10. sæti á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner