Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 13. febrúar 2025 21:02
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Víkingar fagna marki Davíðs í kvöld
Víkingar fagna marki Davíðs í kvöld
Mynd: EPA
Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir með sínu fyrsta Evrópumarki í stórkostlegum sigri gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Ég skoraði núll mörk árið 2024, kominn með tvö árið 2025. Það þarf bara að hleypa mér inn í teig í föstum leikatriðum og ég skila," sagði Davíð léttur í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn.

Hann er ekki búinn að átta sig á stærð marksins sem hann skoraði.

„Þetta er fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta. Maður er enn að átta sig á því að maður hefði skorað í sigri á Panathinaikos með Víkingi, með sínum klúbb, þetta er svolítið óraunverulegt," sagði Davíð.

„Þetta var aukaspyrna sem við stilltum upp eins og horni, þeir ná að skalla eitthvað frá. Ég sá þetta inn í klefa, ég sný mér í heilan hring og svo dettur hann fyrir mig. Ég hélt að ég væri að fara klúðra þessu en sem betur fer fór hann inn," sagði Davíð.

Það bjuggust fáir við því að Víkingur yrði í þessari stöðu fyrir seinni leikinn í Grikklandi.

„Við töluðum um það að við vildum vera í séns fyrir seinni leikinn, helst að ná í sigur. Það er óraunhæft að ætla sækja sigur á þeirra heimavelli. Þetta hefði ekki getað farið mikið betur nema ég veit ekki alveg hvað hann var að dæma á í lokin, ég var ekki búinn að sjá það," sagði Davíð.

Vörnin og Ingvar Jónsson í markinu áttu stórleik í kvöld.

„VIð fengum færi til að bæta við en Ingvar sá líka ansi oft við þeim. Mér fannst við samt þéttir til baka, vorum ekki að gefa dauðafæri á okkur. Vissum að við þurftum að sitja ansi lágt ansi lengi og mér fannst við gera það vel."
Athugasemdir
banner