Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 13. febrúar 2025 21:02
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Víkingar fagna marki Davíðs í kvöld
Víkingar fagna marki Davíðs í kvöld
Mynd: EPA
Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir með sínu fyrsta Evrópumarki í stórkostlegum sigri gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Ég skoraði núll mörk árið 2024, kominn með tvö árið 2025. Það þarf bara að hleypa mér inn í teig í föstum leikatriðum og ég skila," sagði Davíð léttur í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn.

Hann er ekki búinn að átta sig á stærð marksins sem hann skoraði.

„Þetta er fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta. Maður er enn að átta sig á því að maður hefði skorað í sigri á Panathinaikos með Víkingi, með sínum klúbb, þetta er svolítið óraunverulegt," sagði Davíð.

„Þetta var aukaspyrna sem við stilltum upp eins og horni, þeir ná að skalla eitthvað frá. Ég sá þetta inn í klefa, ég sný mér í heilan hring og svo dettur hann fyrir mig. Ég hélt að ég væri að fara klúðra þessu en sem betur fer fór hann inn," sagði Davíð.

Það bjuggust fáir við því að Víkingur yrði í þessari stöðu fyrir seinni leikinn í Grikklandi.

„Við töluðum um það að við vildum vera í séns fyrir seinni leikinn, helst að ná í sigur. Það er óraunhæft að ætla sækja sigur á þeirra heimavelli. Þetta hefði ekki getað farið mikið betur nema ég veit ekki alveg hvað hann var að dæma á í lokin, ég var ekki búinn að sjá það," sagði Davíð.

Vörnin og Ingvar Jónsson í markinu áttu stórleik í kvöld.

„VIð fengum færi til að bæta við en Ingvar sá líka ansi oft við þeim. Mér fannst við samt þéttir til baka, vorum ekki að gefa dauðafæri á okkur. Vissum að við þurftum að sitja ansi lágt ansi lengi og mér fannst við gera það vel."
Athugasemdir
banner