Víkingur er að fara hamförum í Helsinki en liðið er komið með tveggja marka forystu gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Panathinaikos
Liðið hefur spilað frábæran varnarleik en Víkingur var með forystuna í hálfleik eftir að Davíð Örn Atlason skoraði í autt markið eftir barning inn á teignum.
Seinni hálfleikur fór hægt af stað en eftir tæplega klukkutíma leik komst Víkingur í tveggja marka forystu en það var reynsluboltinn Matthías Vilhjálmsson sem skoraði markið en hann var búinn að vera inn á í tæpar tíu mínútur.
„Erlingur fær boltann og á skot sem fer af varnarmanni og í stöngina. Matthías Vilhjálmsson er fyrstur að átta sig á hlutunum og setur boltann í autt netið," skrifaði Anton Freyr Jónsson í textalýsingunni hjá Fótbolta.net.
Sjáðu markið hér
2-0 in HEL. MATTHÍAS VILHJÁLMSSON!! KOMA SVOOOO pic.twitter.com/uv3KYNzY3f
— Víkingur (@vikingurfc) February 13, 2025
Athugasemdir