Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   lau 13. apríl 2019 16:43
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Pétur: Alls ekki rétt að ég hafi farið í verkfall
Guðjón ásamt Ágústi Gylfasyni við undirskriftina hjá Blikum.
Guðjón ásamt Ágústi Gylfasyni við undirskriftina hjá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það náðst samkomulag milli mín og KA að slíta samstarfi. Þónokkur lið höfðu samband við mig og tvö lið náðu samkomulagi við KA. Ég fór í viðræður við tvö félög og endaði í Breiðabliki," sagði Guðjón Pétur Lýðsson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa gengið til liðs við Breiðablik en hitt félagið sem hann ræddi við var Valur.

„Hitt var Valur, það var líka mjög spenanndi en mér fannst kominn tími á að gera eitthvað nýtt og fara í gamla félagið sem ég á nokkur ókláruð verkefni eftir með, svipað og þegar ég fór í Val síðast."

Þú getur keypt Guðjón Pétur í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Guðjón ætlaði að spila með KA í sumar og það var mjög óvænt í gær þegar hann hætti í KA. Tvær vikur eru í að nýtt mót hefjist.

„Þetta er ekki besta staðan að vera í en ég verð að gera það besta úr þessu. Ég var kominn í erfiða stöðu hjá KA. Fjölskyldan föst í bænum og ég einn fyrir norðan. Ég er þakklátur KA fyrir að hafa hleypt mér í burtu og allt endaði í góðu. Nú eru bjartir tímar hérna," sagði Guðjón en kom aldrei til greina að vera áfram í KA?

„Nei í rauninni ekki, ég er með tvö lítil börn og þetta var búið að eiga langan aðdraganda. Búið að reyna allt til að koma þeim í leikskóla og hvorki laust á Akureyri né í nágrenninu. Það var reyndar laust á Svalbarðseyri en mér fannst það ekki þess virði að keyra svo mikið. Maður fer norður til að vera með fjölskyldunni og nýta vegalengdir. Úr því sem komið var, var ég ánægður með að komast til baka."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan. Þar er hann spurður út í sögusagnir þess efnis að hann hafi farið í verkfall hjá KA og ekki mætt í æfingaleik?

„Það er bara alls ekki rétt. Það var sameiginleg ákvörðun eftir spjall við Óla Stefán (þjálfara KA) vegna þess sem var í gangi.Það voru hlutir að gerast bakvið tjöldin sem gerðu það að verkum að ég var ekki alveg sáttur. Því var tekin sameiginleg ákvörðun um að láta mig ekki spila meðan það var leyst úr þessum málum."

Guðjón fundaði fram á nótt með Breiðabliki og í morgun með Val en endaði að lokum í Kópavoginum.
Athugasemdir
banner
banner
banner