Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   lau 13. apríl 2019 16:43
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Pétur: Alls ekki rétt að ég hafi farið í verkfall
Guðjón ásamt Ágústi Gylfasyni við undirskriftina hjá Blikum.
Guðjón ásamt Ágústi Gylfasyni við undirskriftina hjá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það náðst samkomulag milli mín og KA að slíta samstarfi. Þónokkur lið höfðu samband við mig og tvö lið náðu samkomulagi við KA. Ég fór í viðræður við tvö félög og endaði í Breiðabliki," sagði Guðjón Pétur Lýðsson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa gengið til liðs við Breiðablik en hitt félagið sem hann ræddi við var Valur.

„Hitt var Valur, það var líka mjög spenanndi en mér fannst kominn tími á að gera eitthvað nýtt og fara í gamla félagið sem ég á nokkur ókláruð verkefni eftir með, svipað og þegar ég fór í Val síðast."

Þú getur keypt Guðjón Pétur í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Guðjón ætlaði að spila með KA í sumar og það var mjög óvænt í gær þegar hann hætti í KA. Tvær vikur eru í að nýtt mót hefjist.

„Þetta er ekki besta staðan að vera í en ég verð að gera það besta úr þessu. Ég var kominn í erfiða stöðu hjá KA. Fjölskyldan föst í bænum og ég einn fyrir norðan. Ég er þakklátur KA fyrir að hafa hleypt mér í burtu og allt endaði í góðu. Nú eru bjartir tímar hérna," sagði Guðjón en kom aldrei til greina að vera áfram í KA?

„Nei í rauninni ekki, ég er með tvö lítil börn og þetta var búið að eiga langan aðdraganda. Búið að reyna allt til að koma þeim í leikskóla og hvorki laust á Akureyri né í nágrenninu. Það var reyndar laust á Svalbarðseyri en mér fannst það ekki þess virði að keyra svo mikið. Maður fer norður til að vera með fjölskyldunni og nýta vegalengdir. Úr því sem komið var, var ég ánægður með að komast til baka."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan. Þar er hann spurður út í sögusagnir þess efnis að hann hafi farið í verkfall hjá KA og ekki mætt í æfingaleik?

„Það er bara alls ekki rétt. Það var sameiginleg ákvörðun eftir spjall við Óla Stefán (þjálfara KA) vegna þess sem var í gangi.Það voru hlutir að gerast bakvið tjöldin sem gerðu það að verkum að ég var ekki alveg sáttur. Því var tekin sameiginleg ákvörðun um að láta mig ekki spila meðan það var leyst úr þessum málum."

Guðjón fundaði fram á nótt með Breiðabliki og í morgun með Val en endaði að lokum í Kópavoginum.
Athugasemdir
banner
banner