Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   lau 13. apríl 2019 16:43
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Pétur: Alls ekki rétt að ég hafi farið í verkfall
Guðjón ásamt Ágústi Gylfasyni við undirskriftina hjá Blikum.
Guðjón ásamt Ágústi Gylfasyni við undirskriftina hjá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það náðst samkomulag milli mín og KA að slíta samstarfi. Þónokkur lið höfðu samband við mig og tvö lið náðu samkomulagi við KA. Ég fór í viðræður við tvö félög og endaði í Breiðabliki," sagði Guðjón Pétur Lýðsson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa gengið til liðs við Breiðablik en hitt félagið sem hann ræddi við var Valur.

„Hitt var Valur, það var líka mjög spenanndi en mér fannst kominn tími á að gera eitthvað nýtt og fara í gamla félagið sem ég á nokkur ókláruð verkefni eftir með, svipað og þegar ég fór í Val síðast."

Þú getur keypt Guðjón Pétur í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Guðjón ætlaði að spila með KA í sumar og það var mjög óvænt í gær þegar hann hætti í KA. Tvær vikur eru í að nýtt mót hefjist.

„Þetta er ekki besta staðan að vera í en ég verð að gera það besta úr þessu. Ég var kominn í erfiða stöðu hjá KA. Fjölskyldan föst í bænum og ég einn fyrir norðan. Ég er þakklátur KA fyrir að hafa hleypt mér í burtu og allt endaði í góðu. Nú eru bjartir tímar hérna," sagði Guðjón en kom aldrei til greina að vera áfram í KA?

„Nei í rauninni ekki, ég er með tvö lítil börn og þetta var búið að eiga langan aðdraganda. Búið að reyna allt til að koma þeim í leikskóla og hvorki laust á Akureyri né í nágrenninu. Það var reyndar laust á Svalbarðseyri en mér fannst það ekki þess virði að keyra svo mikið. Maður fer norður til að vera með fjölskyldunni og nýta vegalengdir. Úr því sem komið var, var ég ánægður með að komast til baka."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan. Þar er hann spurður út í sögusagnir þess efnis að hann hafi farið í verkfall hjá KA og ekki mætt í æfingaleik?

„Það er bara alls ekki rétt. Það var sameiginleg ákvörðun eftir spjall við Óla Stefán (þjálfara KA) vegna þess sem var í gangi.Það voru hlutir að gerast bakvið tjöldin sem gerðu það að verkum að ég var ekki alveg sáttur. Því var tekin sameiginleg ákvörðun um að láta mig ekki spila meðan það var leyst úr þessum málum."

Guðjón fundaði fram á nótt með Breiðabliki og í morgun með Val en endaði að lokum í Kópavoginum.
Athugasemdir
banner