Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   lau 13. apríl 2019 16:43
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Pétur: Alls ekki rétt að ég hafi farið í verkfall
Guðjón ásamt Ágústi Gylfasyni við undirskriftina hjá Blikum.
Guðjón ásamt Ágústi Gylfasyni við undirskriftina hjá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það náðst samkomulag milli mín og KA að slíta samstarfi. Þónokkur lið höfðu samband við mig og tvö lið náðu samkomulagi við KA. Ég fór í viðræður við tvö félög og endaði í Breiðabliki," sagði Guðjón Pétur Lýðsson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa gengið til liðs við Breiðablik en hitt félagið sem hann ræddi við var Valur.

„Hitt var Valur, það var líka mjög spenanndi en mér fannst kominn tími á að gera eitthvað nýtt og fara í gamla félagið sem ég á nokkur ókláruð verkefni eftir með, svipað og þegar ég fór í Val síðast."

Þú getur keypt Guðjón Pétur í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Guðjón ætlaði að spila með KA í sumar og það var mjög óvænt í gær þegar hann hætti í KA. Tvær vikur eru í að nýtt mót hefjist.

„Þetta er ekki besta staðan að vera í en ég verð að gera það besta úr þessu. Ég var kominn í erfiða stöðu hjá KA. Fjölskyldan föst í bænum og ég einn fyrir norðan. Ég er þakklátur KA fyrir að hafa hleypt mér í burtu og allt endaði í góðu. Nú eru bjartir tímar hérna," sagði Guðjón en kom aldrei til greina að vera áfram í KA?

„Nei í rauninni ekki, ég er með tvö lítil börn og þetta var búið að eiga langan aðdraganda. Búið að reyna allt til að koma þeim í leikskóla og hvorki laust á Akureyri né í nágrenninu. Það var reyndar laust á Svalbarðseyri en mér fannst það ekki þess virði að keyra svo mikið. Maður fer norður til að vera með fjölskyldunni og nýta vegalengdir. Úr því sem komið var, var ég ánægður með að komast til baka."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan. Þar er hann spurður út í sögusagnir þess efnis að hann hafi farið í verkfall hjá KA og ekki mætt í æfingaleik?

„Það er bara alls ekki rétt. Það var sameiginleg ákvörðun eftir spjall við Óla Stefán (þjálfara KA) vegna þess sem var í gangi.Það voru hlutir að gerast bakvið tjöldin sem gerðu það að verkum að ég var ekki alveg sáttur. Því var tekin sameiginleg ákvörðun um að láta mig ekki spila meðan það var leyst úr þessum málum."

Guðjón fundaði fram á nótt með Breiðabliki og í morgun með Val en endaði að lokum í Kópavoginum.
Athugasemdir
banner
banner