Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 13. apríl 2019 16:43
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Pétur: Alls ekki rétt að ég hafi farið í verkfall
Guðjón ásamt Ágústi Gylfasyni við undirskriftina hjá Blikum.
Guðjón ásamt Ágústi Gylfasyni við undirskriftina hjá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það náðst samkomulag milli mín og KA að slíta samstarfi. Þónokkur lið höfðu samband við mig og tvö lið náðu samkomulagi við KA. Ég fór í viðræður við tvö félög og endaði í Breiðabliki," sagði Guðjón Pétur Lýðsson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa gengið til liðs við Breiðablik en hitt félagið sem hann ræddi við var Valur.

„Hitt var Valur, það var líka mjög spenanndi en mér fannst kominn tími á að gera eitthvað nýtt og fara í gamla félagið sem ég á nokkur ókláruð verkefni eftir með, svipað og þegar ég fór í Val síðast."

Þú getur keypt Guðjón Pétur í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Guðjón ætlaði að spila með KA í sumar og það var mjög óvænt í gær þegar hann hætti í KA. Tvær vikur eru í að nýtt mót hefjist.

„Þetta er ekki besta staðan að vera í en ég verð að gera það besta úr þessu. Ég var kominn í erfiða stöðu hjá KA. Fjölskyldan föst í bænum og ég einn fyrir norðan. Ég er þakklátur KA fyrir að hafa hleypt mér í burtu og allt endaði í góðu. Nú eru bjartir tímar hérna," sagði Guðjón en kom aldrei til greina að vera áfram í KA?

„Nei í rauninni ekki, ég er með tvö lítil börn og þetta var búið að eiga langan aðdraganda. Búið að reyna allt til að koma þeim í leikskóla og hvorki laust á Akureyri né í nágrenninu. Það var reyndar laust á Svalbarðseyri en mér fannst það ekki þess virði að keyra svo mikið. Maður fer norður til að vera með fjölskyldunni og nýta vegalengdir. Úr því sem komið var, var ég ánægður með að komast til baka."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan. Þar er hann spurður út í sögusagnir þess efnis að hann hafi farið í verkfall hjá KA og ekki mætt í æfingaleik?

„Það er bara alls ekki rétt. Það var sameiginleg ákvörðun eftir spjall við Óla Stefán (þjálfara KA) vegna þess sem var í gangi.Það voru hlutir að gerast bakvið tjöldin sem gerðu það að verkum að ég var ekki alveg sáttur. Því var tekin sameiginleg ákvörðun um að láta mig ekki spila meðan það var leyst úr þessum málum."

Guðjón fundaði fram á nótt með Breiðabliki og í morgun með Val en endaði að lokum í Kópavoginum.
Athugasemdir
banner