Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   lau 13. apríl 2024 15:53
Aksentije Milisic
Besta deildin: Breiðablik afgreiddi nýliðana í síðari hálfleik
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor skorar.
Viktor skorar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 4-0 Vestri
1-0 Viktor Karl Einarsson ('51)
2-0 Höskuldur Gunnlaugsson, víti ('63)
3-0 Dagur Örn Fjeldsted ('85)
4-0 Kristófer Ingi Kristinsson ('90)
Rautt spjald: Elvar Baldvinsson (Vestri) ('75)
Lestu um leikinn hér.

Fyrri leikur dagsins í Bestu deild karla fór fram á Kópavogsvelli í dag þegar Breiðablik fékk nýliðana í Vestra í heimsókn. 


Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur en gestirnir frá Ísafirði vörðust mjög vel á meðan Breiðablik náði ekki að skapa sér almennilega séns. Staðan var því markalaus í hálfleik.

Blikarnir hrukku hins vegar í gang í síðari hálfleiknum en Jason Daði Svanþórsson fann þá Viktor Karl Einarsson sem setti boltann í stöngina og inn og kom heimamönnum í forystu.

Rúmum tíu mínútum síðar ná Aron Bjarnason í vítaspyrnu fyrir Breiðablik og á punktinn steig fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson. Hann skoraði af miklu öryggi og Breiðablik í góðum málum.

Elvar Baldvinsson, leikmaður Vestra, fékk beint rautt spjald þegar um fimmtán mínútur voru til leiksloka.

„Mjög harður dómur finnst mér, klárlega spjald en eftir að hafa gefið sér góðan tíma þá lyftir Sigurður upp rauða spjaldinu," skrifaði Sæbjörn Þór í beinni textalýsingu.

Dagur Örn Fjeldsted kom inn á sem varamaður á 82. mínútu og einungis þremur mínútum síðar skoraði kappinn sitt fyrsta mark í efstu deild. Hann hamraði boltanum þá í netið við vítateigslínuna.

Kristófer Ingi Kristinsson skoraði fjórða og síðasta mark leiksins seint í uppbótartímanum og lokastaðan því 4-0.

Sannfærandi sigur Breiðabliks staðreynd en liðið er með sex stig eftir tvo leiki og hefur náð að halda markinu hreinu í þeim báðum.
Vestri er án stiga og á enn eftir að skora mark.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 8 7 0 1 19 - 7 +12 21
2.    Breiðablik 8 6 0 2 21 - 11 +10 18
3.    Valur 8 4 3 1 13 - 8 +5 15
4.    Stjarnan 8 4 1 3 14 - 9 +5 13
5.    FH 8 4 1 3 13 - 13 0 13
6.    Fram 8 3 3 2 9 - 9 0 12
7.    KR 8 3 2 3 15 - 14 +1 11
8.    ÍA 8 3 1 4 15 - 11 +4 10
9.    HK 7 2 1 4 7 - 12 -5 7
10.    Vestri 8 2 1 5 7 - 18 -11 7
11.    KA 8 1 2 5 11 - 20 -9 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner