Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 14:33
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Newcastle og Man Utd: Bayindir og einn 18 ára fá tækifærið
Altay Bayindir er í marki Man Utd
Altay Bayindir er í marki Man Utd
Mynd: EPA
Newcastle United tekur á móti Manchester United í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á St. James' Park klukkan 15:30 í dag.

Andre Onana fær andlega hvíld eftir að hafa gert skelfileg mistök í leik United gegn Lyon í Evrópudeildinni í vikunni og í hans stað kemur Altay Bayindir sem spilar sinn fyrsta deildarleik með liðinu.

Tom Heaton er varamarkvörður í dag og þá byrjar hinn 18 ára gamli Harry Amass sem verður sömuleiðis fyrsti byrjunarliðsleikur hans í deildinni.

Engar breytingar eru á liði Newcastle United frá 3-0 sigrinum gegn Leicester á mánudag.

Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Burn, Livramento. Guimaraes, Tonali, Joelinton, Murphy, Isak, Barnes.

Man Utd: Bay?nd?r, Mazraoui, Lindelof, Yoro, Dalot, Ugarte, Eriksen, Amass, Garnacho, Zirkzee, Fernandes.
Athugasemdir
banner