Það var svakalegur leikur í Mexíkó í nótt þegar Tigres lagði Monterrey.
Sergio Ramos leikur með Monterrey en þetta var annar leikurinn hans eftir að hafa tekið út eins leiks bann fyrir að fá rautt spjald
Sergio Ramos leikur með Monterrey en þetta var annar leikurinn hans eftir að hafa tekið út eins leiks bann fyrir að fá rautt spjald
Dómarinn lyfti upp þremur rauðum spjöldum í nótt en Ramos spilaði allan leikinn. Hann kom Monterrey yfir með marki úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik, leikmaður Tigres fékk rautt spjald fyrir brotið.
Ramos hefur skorað fjögur mörk í sjö leikjum.
Monterrey missti leikmann af velli með rautt spjald þegar stundafjórðungur var til leiksloka og fimm mínútum síðar fékk annar leikmaður Monterrey rautt.
Tigres tókst að nýta sér liðsmuninn því liðið skoraði tvö mörk í uppbótatíma og vann því að lokum 2-1.
Athugasemdir