Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 13. maí 2023 16:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Vestri náði í stig einum færri
Lengjudeildin
Viktor Jónsson
Viktor Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Vestri 2 - 2 ÍA
0-1 Viktor Jónsson ('43 )
1-1 Gustav Kjeldsen ('53 )
1-2 Johannes Björn Vall ('63 )
2-2 Pontus Lindgren ('66 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Gustav Kjeldsen, Vestri ('55) Lestu um leikinn


Vestri og ÍA áttust við í hörku leik í Lengjudeildinni á Ísafirði í dag. Liðin töpuðu bæði í fyrstu umferð en Vestri heimsótti Þór og ÍA fékk Grindavík í heimsókn.

Liðin skiptust á að sækja í upphafi leiks en það voru Skagamenn sem náðu forystunni þegar Viktor Jónsson skoraði undir lok fyrri hálfleiks.

Gustav Kjeldsen leikmaður Vestra hóf síðari hálfleikinn með misjöfnum hætti en hann jafnaði metin á 53. mínútu en fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt aðeins tveimur mínútum síðar.

Aftur náðu Skagamenn forystunni en Pontus Lindgren varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggði Vestra stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner