Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 13. maí 2023 11:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willock: Ljóst að Arsenal vildi mig burt
Mynd: Newcastle

Joe Willock miðjumaður Newcastle gekk til liðs við félagið frá Arsenal sumarið 2021.


Hann fór fyrst á láni um veturinn en hann sá fram á að purfa að yfirgefa Arsenal fyrir fullt og allt eftir að liðið nældi í Martin Ödegaard.

„Við töluðum mikið saman í síma þetta sumar. Ég var ekki vel metinn hjá Arsenal, það var ljóst. Þegar ég fundaði með þeim var það ljóst að þeir vildu mig burt, það var sárt," sagði Willock.

„Ég var þarna frá því ég var fjögurra og hálfs árs, ég gaf lífið mitt til Arsenal. Mér leið eins og tíminn minn væri liðinn á þessum fundi. Ég var ekki vel metinn, ég var að fara skrifa undir hjá Newcastle eftir hann."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner