Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   mið 12. júní 2024 21:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með að vinna Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld við erfiðar aðstæður. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

„Ég er mjög ánægður með liðið, mér fannst við gera þetta vel á mjög erefiðum velli á móti góðu liði. Þeir spiluðu frábærlega þannig ég er mjög ánægður með liðið í dag," sagði Jökull.

Þórsliðið sem leikur í Lengjudeildinni kom Jökli ekkert á óvart.

„Eina sem kom á óvart var að ég hélt að völlurinn yrði aðeins betri. Ég finn aðeins til með Þórs liðinu að þurfa að spila við þessar aðstæður því þeir eru með góða fótboltamenn og góðan þjálfara sem vill spila góðan fótbolta. Þetta er synd fyrir þá en við munum ekki væla yfir því að spila einn leik hérna. Ég væri til í að sjá þetta Þórs lið á betri velli," sagði Jökull.

„Þetta var lokaður, hægur og fyrirsjáanlegeur leikur. Við reyndum nokkrum sinnum að spila inn í miðjuna og vorum annað hvort étnir eða þurftum að taka margar snertingar að við fengum ekkert út úr því. Ég held að okkur hafi ekki tekist að láta þeim líða illa á nokkrum tímapunkti í leiknum nema þegar þeir þurftu að horfa á eftir boltanum leka inn."

Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu?

„Skrítin, ég áttaði mig ekki á því hvort hann væri að fara framhjá eða hvort hann myndi drífa yfir línuna," sagði Jökull léttur í bragði.

„Nei, nei hún var bara góð. Ég er ánægður með að liðið er búið að vinna rosalega vel síðustu daga og leggja mikið á sig á æfingum og utan æfinga. Búið að stúdera margt gott þegar liðið uppsker. Þetta lið á það skilið, ég er mjög ánægður fyrir hönd hópsins."


Athugasemdir
banner