Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   mið 12. júní 2024 21:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með að vinna Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld við erfiðar aðstæður. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

„Ég er mjög ánægður með liðið, mér fannst við gera þetta vel á mjög erefiðum velli á móti góðu liði. Þeir spiluðu frábærlega þannig ég er mjög ánægður með liðið í dag," sagði Jökull.

Þórsliðið sem leikur í Lengjudeildinni kom Jökli ekkert á óvart.

„Eina sem kom á óvart var að ég hélt að völlurinn yrði aðeins betri. Ég finn aðeins til með Þórs liðinu að þurfa að spila við þessar aðstæður því þeir eru með góða fótboltamenn og góðan þjálfara sem vill spila góðan fótbolta. Þetta er synd fyrir þá en við munum ekki væla yfir því að spila einn leik hérna. Ég væri til í að sjá þetta Þórs lið á betri velli," sagði Jökull.

„Þetta var lokaður, hægur og fyrirsjáanlegeur leikur. Við reyndum nokkrum sinnum að spila inn í miðjuna og vorum annað hvort étnir eða þurftum að taka margar snertingar að við fengum ekkert út úr því. Ég held að okkur hafi ekki tekist að láta þeim líða illa á nokkrum tímapunkti í leiknum nema þegar þeir þurftu að horfa á eftir boltanum leka inn."

Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu?

„Skrítin, ég áttaði mig ekki á því hvort hann væri að fara framhjá eða hvort hann myndi drífa yfir línuna," sagði Jökull léttur í bragði.

„Nei, nei hún var bara góð. Ég er ánægður með að liðið er búið að vinna rosalega vel síðustu daga og leggja mikið á sig á æfingum og utan æfinga. Búið að stúdera margt gott þegar liðið uppsker. Þetta lið á það skilið, ég er mjög ánægður fyrir hönd hópsins."


Athugasemdir
banner