Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 12. júní 2024 21:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með að vinna Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld við erfiðar aðstæður. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

„Ég er mjög ánægður með liðið, mér fannst við gera þetta vel á mjög erefiðum velli á móti góðu liði. Þeir spiluðu frábærlega þannig ég er mjög ánægður með liðið í dag," sagði Jökull.

Þórsliðið sem leikur í Lengjudeildinni kom Jökli ekkert á óvart.

„Eina sem kom á óvart var að ég hélt að völlurinn yrði aðeins betri. Ég finn aðeins til með Þórs liðinu að þurfa að spila við þessar aðstæður því þeir eru með góða fótboltamenn og góðan þjálfara sem vill spila góðan fótbolta. Þetta er synd fyrir þá en við munum ekki væla yfir því að spila einn leik hérna. Ég væri til í að sjá þetta Þórs lið á betri velli," sagði Jökull.

„Þetta var lokaður, hægur og fyrirsjáanlegeur leikur. Við reyndum nokkrum sinnum að spila inn í miðjuna og vorum annað hvort étnir eða þurftum að taka margar snertingar að við fengum ekkert út úr því. Ég held að okkur hafi ekki tekist að láta þeim líða illa á nokkrum tímapunkti í leiknum nema þegar þeir þurftu að horfa á eftir boltanum leka inn."

Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu?

„Skrítin, ég áttaði mig ekki á því hvort hann væri að fara framhjá eða hvort hann myndi drífa yfir línuna," sagði Jökull léttur í bragði.

„Nei, nei hún var bara góð. Ég er ánægður með að liðið er búið að vinna rosalega vel síðustu daga og leggja mikið á sig á æfingum og utan æfinga. Búið að stúdera margt gott þegar liðið uppsker. Þetta lið á það skilið, ég er mjög ánægður fyrir hönd hópsins."


Athugasemdir
banner
banner