Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mið 12. júní 2024 21:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með að vinna Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld við erfiðar aðstæður. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

„Ég er mjög ánægður með liðið, mér fannst við gera þetta vel á mjög erefiðum velli á móti góðu liði. Þeir spiluðu frábærlega þannig ég er mjög ánægður með liðið í dag," sagði Jökull.

Þórsliðið sem leikur í Lengjudeildinni kom Jökli ekkert á óvart.

„Eina sem kom á óvart var að ég hélt að völlurinn yrði aðeins betri. Ég finn aðeins til með Þórs liðinu að þurfa að spila við þessar aðstæður því þeir eru með góða fótboltamenn og góðan þjálfara sem vill spila góðan fótbolta. Þetta er synd fyrir þá en við munum ekki væla yfir því að spila einn leik hérna. Ég væri til í að sjá þetta Þórs lið á betri velli," sagði Jökull.

„Þetta var lokaður, hægur og fyrirsjáanlegeur leikur. Við reyndum nokkrum sinnum að spila inn í miðjuna og vorum annað hvort étnir eða þurftum að taka margar snertingar að við fengum ekkert út úr því. Ég held að okkur hafi ekki tekist að láta þeim líða illa á nokkrum tímapunkti í leiknum nema þegar þeir þurftu að horfa á eftir boltanum leka inn."

Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu?

„Skrítin, ég áttaði mig ekki á því hvort hann væri að fara framhjá eða hvort hann myndi drífa yfir línuna," sagði Jökull léttur í bragði.

„Nei, nei hún var bara góð. Ég er ánægður með að liðið er búið að vinna rosalega vel síðustu daga og leggja mikið á sig á æfingum og utan æfinga. Búið að stúdera margt gott þegar liðið uppsker. Þetta lið á það skilið, ég er mjög ánægður fyrir hönd hópsins."


Athugasemdir