Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   fös 13. júlí 2018 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eysteinn Hauks: Vantar einhverja drullusokka
Eysteinn Húni Hauksson.
Eysteinn Húni Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni Hauksson er tekinn tímabundið við liði Keflavíkur í Pepsi-deildinni. Eysteinn hefur verið aðstoðarþjálfari Keflavíkur en Guðlaugur Baldursson, þjálfari liðsins, lét af störfum í vikunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Eysteinn stýrði Keflavík í fyrsta sinn í kvöld, í leik gegn Víkingi í Fossvogi. Leikurinn tapaðist 1-0 og er Keflavík enn án sigurs í Pepsi-deildinni eftir 12 leiki spilaða.

„Ég er svekktur fyrir hönd strákanna, þeir hlupu úr sér lungun," sagði Eysteinn eftir leik.

Keflavík hefur ekki skorað deildarmark frá 4. júní.

„Ef menn hafa ekki trú á þessu þá geta þeir hætt þessu, en þetta kemur - þessir strákar mæta á hverjum degi tilbúnir og leggja sig fram. Við ætlum að snúa þessu við."

„Við höfum unnið nokkuð í sóknarleiknum síðustu tvö ár, en það þarf ekki að vinna neitt í honum, menn þurfa bara að fara til að skora, það er mín skoðun. Þetta var andlegt frekar en eitthvað taktískt í dag, að við skyldum ekki skora mörk."

„Það er ekkert að andanum í hópnum, það vantar einhverja drullusokka ef eitthvað er. Þetta eru frábærir náunga og þeir koma dag eftir dag í þessu mótlæti, í þessu veðri. Þeir verða bara að halda áfram og gefast ekki upp."

Aðspurður sagðist Eysteinn ekki vita hvort hann yrði áfram í næsta leik en viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner