Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 13. júlí 2020 22:13
Anton Freyr Jónsson
Óli Kristjáns ósammála: Vorum ekki andlausir allan leikinn
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson
Mynd: Hulda Margrét
Ólafur Kristjánsson var svekktur með sína menn eftir 1-2 tap gegn Fylki í Kaplakrika í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fylkir

„Ég er gríðarlega ósáttur að við skildum ekki sérstaklega í fyrri hálfleiknum koma betur inn í þennan leik. Grimmdin var ekki til staðar í fyrri hálfleiknum og fáum á okkur mark sem kemur nánast uppúr engu. Löng sending upp völlinn þar sem við eigum alla möguleika á að gera allt annað en við gerðum."

„Mér fannst viðbrögðin í hálfleik og eftir hálfleik vera betri. Það líktist því sem maður vill sjá hvað varðar hugarfar og grimmd. Komum okkur aftur inn í leikinn með því að skora þetta mark og höfðum þá að mínu mati momentum í leiknum en köstum því aftur frá okkur þegar þeir skora annað markið og komast yfir. Þrátt fyrir það þá fáum við stöður og færi undir lokin sem við klárum ekki."

FH-ingarnir virkuðu andlausir allan leikinn og var Óli spurður hvert uppleggið hafi verið fyrir leikinn í kvöld?

„Við vorum ekki andlausir allan leikinn, ég er ekki sammála því en vorum nógu mikið andlausir til þess að við fengum ekkert út úr þessum leik."

„Uppleggið var að fara að og stressa þá í þeirra uppbyggingu og þvinga þá til að setja bolta í svæði sem við vildum vera nær þeim og þéttari og vinna boltan á miðjunni."

„Við vinnum hann í tvö eða þrjú skipti á þeirra vallarhelmingi í stöðunni 3 á 3 sem við förum gríðarlega ílla með. Það voru moment sem við verðum að taka"

„í seinni hálfleik breytum við aðeins eftir korter og vorum með 2 sentera og þá var uppleggið að fá bakverðina hátt upp en vera áfram þéttari á miðjunni."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann meðal annars um skiptingu sína á Birni Daníel og ástæðan fyrir að Atli Guðnason hafi sitið í stúkunni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner