Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 13. júlí 2020 22:13
Anton Freyr Jónsson
Óli Kristjáns ósammála: Vorum ekki andlausir allan leikinn
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson
Mynd: Hulda Margrét
Ólafur Kristjánsson var svekktur með sína menn eftir 1-2 tap gegn Fylki í Kaplakrika í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fylkir

„Ég er gríðarlega ósáttur að við skildum ekki sérstaklega í fyrri hálfleiknum koma betur inn í þennan leik. Grimmdin var ekki til staðar í fyrri hálfleiknum og fáum á okkur mark sem kemur nánast uppúr engu. Löng sending upp völlinn þar sem við eigum alla möguleika á að gera allt annað en við gerðum."

„Mér fannst viðbrögðin í hálfleik og eftir hálfleik vera betri. Það líktist því sem maður vill sjá hvað varðar hugarfar og grimmd. Komum okkur aftur inn í leikinn með því að skora þetta mark og höfðum þá að mínu mati momentum í leiknum en köstum því aftur frá okkur þegar þeir skora annað markið og komast yfir. Þrátt fyrir það þá fáum við stöður og færi undir lokin sem við klárum ekki."

FH-ingarnir virkuðu andlausir allan leikinn og var Óli spurður hvert uppleggið hafi verið fyrir leikinn í kvöld?

„Við vorum ekki andlausir allan leikinn, ég er ekki sammála því en vorum nógu mikið andlausir til þess að við fengum ekkert út úr þessum leik."

„Uppleggið var að fara að og stressa þá í þeirra uppbyggingu og þvinga þá til að setja bolta í svæði sem við vildum vera nær þeim og þéttari og vinna boltan á miðjunni."

„Við vinnum hann í tvö eða þrjú skipti á þeirra vallarhelmingi í stöðunni 3 á 3 sem við förum gríðarlega ílla með. Það voru moment sem við verðum að taka"

„í seinni hálfleik breytum við aðeins eftir korter og vorum með 2 sentera og þá var uppleggið að fá bakverðina hátt upp en vera áfram þéttari á miðjunni."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann meðal annars um skiptingu sína á Birni Daníel og ástæðan fyrir að Atli Guðnason hafi sitið í stúkunni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner