Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   mán 13. júlí 2020 22:13
Anton Freyr Jónsson
Óli Kristjáns ósammála: Vorum ekki andlausir allan leikinn
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson
Mynd: Hulda Margrét
Ólafur Kristjánsson var svekktur með sína menn eftir 1-2 tap gegn Fylki í Kaplakrika í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fylkir

„Ég er gríðarlega ósáttur að við skildum ekki sérstaklega í fyrri hálfleiknum koma betur inn í þennan leik. Grimmdin var ekki til staðar í fyrri hálfleiknum og fáum á okkur mark sem kemur nánast uppúr engu. Löng sending upp völlinn þar sem við eigum alla möguleika á að gera allt annað en við gerðum."

„Mér fannst viðbrögðin í hálfleik og eftir hálfleik vera betri. Það líktist því sem maður vill sjá hvað varðar hugarfar og grimmd. Komum okkur aftur inn í leikinn með því að skora þetta mark og höfðum þá að mínu mati momentum í leiknum en köstum því aftur frá okkur þegar þeir skora annað markið og komast yfir. Þrátt fyrir það þá fáum við stöður og færi undir lokin sem við klárum ekki."

FH-ingarnir virkuðu andlausir allan leikinn og var Óli spurður hvert uppleggið hafi verið fyrir leikinn í kvöld?

„Við vorum ekki andlausir allan leikinn, ég er ekki sammála því en vorum nógu mikið andlausir til þess að við fengum ekkert út úr þessum leik."

„Uppleggið var að fara að og stressa þá í þeirra uppbyggingu og þvinga þá til að setja bolta í svæði sem við vildum vera nær þeim og þéttari og vinna boltan á miðjunni."

„Við vinnum hann í tvö eða þrjú skipti á þeirra vallarhelmingi í stöðunni 3 á 3 sem við förum gríðarlega ílla með. Það voru moment sem við verðum að taka"

„í seinni hálfleik breytum við aðeins eftir korter og vorum með 2 sentera og þá var uppleggið að fá bakverðina hátt upp en vera áfram þéttari á miðjunni."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann meðal annars um skiptingu sína á Birni Daníel og ástæðan fyrir að Atli Guðnason hafi sitið í stúkunni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner