Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Við verðum bara að taka þessu
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
„Þetta var spennandi fótboltaleikur. Þetta var góður leikur en ég naut þess ekki að horfa á síðustu snertinguna," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 2-2 jafntefli gegn Southampton á heimavelli.

Southampton jafnaði seint í uppbótartímanum. Manchester United var þá með tíu menn inn á vellinum eftir að Brandon Williams þurfti að fara meiddur af velli og allar skiptingar búnar.

„Við vorum nokkuð óheppnir en svona er boltinn."

„Við verðum bara að taka þessu. Við höfum verið á miklu skriði en núna verðum við að losa okkur við þessi vonbrigði og mæta af krafti í næsta leik."

„Við héldum að við værum komnir með þrjú stig en við áttum þau líklega ekki skilið. Southampton eru með gott lið og þeir hlaupa mikið. Við náðum einhvern veginn aldrei upp okkar takti. Við áttum okkar kafla samt þar sem við spiluðum frábæran bolta. Þetta var bara einn af þessum dögum."

Manchester United er í fimmta sæti, með jafnmörg stig og Leicester í fjórða sæti. Næsti leikur United er gegn Crystal Palace í miðri viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner